Sálmabók

676. Hlýir vindar taka að blása

1 Hlýir vindar taka' að blása,
veita von um nýja tíma,
veita von í döpur hjörtu,
veita von sem aldrei þver.
Vondir skuggar taka' að hverfa,
vetrarkuldinn snýr á flótta,
veröld brosir móti sólu,
veitir gleði' og blessun mér.
Með þér geng ég gæfuveg
því þú glæðir allt af kærleik
og þú vísar öllum veginn
sem villst hafa’ af leið.

2 Þegar óttinn sækir að mér,
þegar óvissan mig sligar,
þá ég sæki til þín styrkinn,
styrkinn sem er vís hjá þér.
Allur kvíði frá mér hverfur,
allur kuldi lætur undan
þegar kærleikur þinn streymir
beina leið að hjarta mér.
Með þér geng ég ...

T Sigríður Magnúsdóttir 2008 – Vb. 2013
L Sigvald Tveit 1988, 2012 – Vb. 2013
Barna er vår morgendag
Eldra númer 843
Eldra númer útskýring T+L

Deila sálmi

Ábendingar til sálmabókarnefndar má senda á salmabok@kirkjan.is