Sálmabók

680. Það húmar, nóttin hljóð og köld

1 Það húmar, nóttin hljóð og köld
í hjarta þínu tekur völd,
þar fölnar allt við frostið kalt,
– en mest er miskunn Guðs.

2 Er frostið býður faðminn sinn
þér finnst þú stundum, vinur minn,
sem veikur reyr er megni´ ei meir,
– en mest er miskunn Guðs.

3 En vit þú það sem þreyttur er
og þú sem djúpur harmur sker,
þótt hrynji tár og svíði sár
að mest er miskunn Guðs.

4 Og syng þú hverja sorgarstund
þann söng um ást þótt blæði und
og allt sé misst, þá áttu Krist.
Því mest er miskunn Guðs.

T Sigurður Einarsson – Sb. 1972
L Steingrímur Þórhallsson 2011
Eldra númer 391
Eldra númer útskýring T

Deila sálmi

Ábendingar til sálmabókarnefndar má senda á salmabok@kirkjan.is