Sálmabók

683. Ég leita skjóls í skugga vængja þinna

1 Ég leita skjóls í skugga vængja þinna
ef skelfist ég þá veðurofsinn gnýr.
Þar hæli' eg á uns vonskuveðrin linna
og vald hins illa burtu frá mér snýr.
Í öllum vanda næga hjálp þú hefur,
ó, Herra kær, sem aldrei bregðast má.
Þú hvíld og rósemd hjarta þreyttu gefur
sem hvergi annars staðar mun ég fá.

2 Til þín ég kom með þunga syndabyrði
sem þjáði mig og ég ei borið gat.
Þá þig ég fékk að þekkja sem minn hirði
sem þangað til ég einskis virði mat.
En nú af eigin raun og reynslu veit ég:
Þótt riði allt ei haggast náðin þín.
Í hverri þörf því hiklaust til þín leita' eg
og hjálp og blessun eignast sála mín.

3 Hve gott að mega fela' í forsjá þína,
ó, faðir mildi, allan lífsins hag
og hljóta dýpstu hjartans gæfu sína
úr hendi þinni sérhvern ævidag
og sjá að hvað sem verða kann á vegi
þú velur rétta gæfuhaginn minn
og því af öllu hjarta' og sál ég segi:
„Hve sælt, ó, Guð, að fá að vera þinn!“

T Bjarni Eyjólfsson, 2004
L Aage Samuelsen 1947
O Jesus, du som fyller alt i alle

Deila sálmi

Ábendingar til sálmabókarnefndar má senda á salmabok@kirkjan.is