Sálmabók

685. Ef hér verður, sem oft kann ske

1 Ef hér verður, sem oft kann ske,
undandráttur á hjálpinni,
bið, styn, andvarpa æ þess meir
sem aukast vilja harmar þeir.
Föðurlegt hjarta hefur Guð
við hvern sem líður kross og nauð.

2 Sjá þú að engill sendur var
syni Guðs hér til huggunar.
Þeir góðu andar oss eru nær
alla tíma þá biðjum vær,
helst þá lífs enda líður að.
Lasarí dæmi kennir það.

3 Heiður, lof, dýrð á himni' og jörð,
hjartanleg ástar þakkargjörð,
Drottinn Jesú, þér sætast sé
sungin af allri kristninni
fyrir stríðið þig þjáði frekt.
Það er vort frelsi ævinlegt.

T Hallgrímur Pétursson Ps. 3
L Schumann 1539 – Sb. 1619
Vater unser im Himmelreich
Sálmar með sama lagi 189a 197 381 60 783a 99

Deila sálmi

Ábendingar til sálmabókarnefndar má senda á salmabok@kirkjan.is