Sálmabók

688. Segðu lof Drottni

1 Segðu lof Drottni, sál mín, nú
sætt með hjartans fögnuði.
Daglega jafnan þakka þú
þínum lifanda Guði
hver þér líf, kraft og heilsu gaf,
hjálp, náð og miskunn veitti
nær þjáning þreytti,
leysti þig öllu angri af,
eymd þinni' í farsæld breytti.

2 Mikil er náð og miskunn þín,
minn Jesú hjartakæri,
þú virtist svo að minnast mín
þó maklegur þess ei væri.
Lofuð veri þín líknin góð,
lofað sé orð þitt mæta
sem böl kann bæta.
Lofi himnar og heimsins þjóð
helgasta nafn þitt sæta.

3 Nú skal ég héðan af sérhvert sinn
með sál, hug, raust og munni
lífgjafara og lækni minn
lofa af hjartans grunni.
Blessuð veri þín blessuð hönd,
blessuð sé þín aðhjúkan
við mig svo sjúkan.
Hirtingarstraffsins harðan vönd
hefur þú gjört mér mjúkan.

4 Heiti ég, Drottinn, hér í mót
með hjálp og aðstoð þinni
af hjartans grunni gjöra bót
á gleymsku' og þrjósku minni,
öllu framar að þjóna þér
og þínum vilja gegna
það mest ég megna.
Gef þú þar kraft og mátt til mér
miskunnar þinnar vegna.

5 Geym mig frá öllum glæpastig,
góði Jesú, minn Herra,
svo ei til reiði reiti' eg þig
né rati í annað verra;
virstu mér jafnan vernd og hlíf,
vægð og linkind sýna
nær sorgir pína;
eins þá síðast mitt endar líf
annast þú sálu mína.

T Hallgrímur Pétursson 1663
Þakkargjörð fyrir apturfenginn bata
L Hagenau um 1526 – Wittenberg 1529 – Sb. 1589
Ich ruf zu dir, Herr Jesu Christ
Sálmar með sama lagi 109 524 705
Eldra númer 411
Eldra númer útskýring T+L

Deila sálmi

Ábendingar til sálmabókarnefndar má senda á salmabok@kirkjan.is