Sálmabók

708. Er hretið burtu hrekkur

Í birtu vonarinnar

1 Er hretið burtu hrekkur
og hörfa döpur ský,
er birtan himin blessar
og breiðist út á ný:
Þá lífið aftur lifnar
og losnar dauða frá,
þá vonir þínar vakna
og vængjum berast á.

2 Og myrkrið sem var magnað
og máttugt bæði´ og kalt,
því birtan burtu víkur
og bláminn fyllir allt:
Sú birta, himnesk blessun,
sú birta, lífsins hnoss,
sú birta, sólin bjarta,
sú birta, Drottins koss.

T Þórhallur Heimisson 2017
L Guðný Einarsdóttir 2017
Eldra númer 839
Eldra númer útskýring T+L

Deila sálmi

Ábendingar til sálmabókarnefndar má senda á salmabok@kirkjan.is