Sálmabók

711. Ó, Drottinn Guð, er dásemd þína lít ég

1 Ó, Drottinn Guð, er dásemd þína lít ég
á dimmri nótt og horfi' á stjarna her,
er hugsa' eg um að náðar ætíð nýt ég
og nálægð þína finn ég hvar sem er.
:,: Þá fagnar sál mín, flytur lofgjörð þér,
þú, friðar Guð, þér heiður ber. :,:

2 Er skæran lít ég skóg í fullum blóma,
hin skrýddu fjöll er gnæfa undurhátt
og heyri fuglasöng í eyrum óma
ég undrast, Guð, þitt vald og dýrð og mátt.
Þá fagnar sál mín ...

3 Er minnist ég að byrði mína barstu
og blóð þitt rann og keypti frelsi mér,
að deyddur, smáður, hrakinn, hrjáður varstu
svo helgað gæti' eg, Drottinn, líf mitt þér.
Þá fagnar sál mín ...

T Carl G. Boberg 1885 – Sigurður Pálsson, 1973
O store Gud, när jag den värld beskådar
L Sænskt þjóðlag – Sanningsvitnet 1889
O store Gud, när jag den värld beskådar
Sálmar með sama lagi 587

Deila sálmi

Ábendingar til sálmabókarnefndar má senda á salmabok@kirkjan.is