Sálmabók

726a. Guð, í þinni hendi

1 Guð, í þinni hendi hvíli ég í trú,
helga nánd og blessun veitir þú.
Brotna mannsins sálu, barnsins hjarta kalt
byggir upp þín náð sem græðir allt.
:,: Hjá þér vil ég dveljast, hvíla' í faðmi þér,
hlýja þín og ástúð nægir mér. :,:

2 Guð, í þinni hendi hvíli ég og bið,
heyrir þú og svarar, veitir lið.
Þú sem býðst að vera
þreyttum skjól og hlíf,
þú átt nægtir gæða' og eilíft líf.
Hjá þér vil ég ...

3 Guð, í þinni hendi gráta' eg fæ hjá þér,
grætur ástríkt hjarta þitt með mér.
Sjálfur leiðstu þjáning,
þoldir krossins deyð,
það er styrkur minn í allri neyð.
Hjá þér vil ég ...

4 Guð, í þinni hendi héðan burt ég fer
heim í dýrð og eilíft líf með þér.
Þegar yfir lýkur
legg ég höfuð mitt,
lífsins Guð, í hlýja fangið þitt.
Hjá þér vil ég ...

T Anna-Mari Kaskinen 1982 – Ólafur Jóhannsson 2001, 2017 – Vb. 2013
Herra, Kädelläsi / Gud i dina händer
L Pekka S. Simojoki 1982 – Vb. 2013
Herra, Kädelläsi / Gud i dina händer
Eldra númer 913
Eldra númer útskýring T+L

Deila sálmi

Ábendingar til sálmabókarnefndar má senda á salmabok@kirkjan.is