Sálmabók

730. Kærleikur Guðs

1 Kærleikur Guðs er eins og úthafsströndin,
andvari' í grasi, friðsæl heimalönd.
En þér er frjálst að flýja yfir löndin
ef forðast viltu Drottins líknarhönd.
Kærleikur Guðs er eins og úthafsströndin,
andvari' í grasi, friðsæl heimalönd.

2 Vér glímum öll við lífsins stríðu strauma,
vor lausn í eigin frelsi bundin er:
Þar finnst ei tóm það rúmar dáð og drauma;
hin dýra jörð sem mestan ávöxt ber.
Kærleikur Guðs er eins og úthafsströndin,
andvari' í grasi, friðsæl heimalönd.

3 Samt er sem fólkið enn þá hlaða hljóti
í heimsku sinni múr í kringum sig.
Það fangahús er byggt af hræðslugrjóti
sem hindrar oss að lifa fyrir þig.
Kærleikur Guðs er eins og úthafsströndin,
andvari' í grasi, friðsæl heimalönd.

4 Ó, Drottinn minn, oss dæm í mildi þinni
að dómur vor sé fyrirgefning þín.
Hið sanna frelsi búið sálu minni
er sonur Guðs sem bætir meinin mín.
Kærleikur Guðs er eins og úthafsströndin,
andvari' í grasi, friðsæl heimalönd.

T Anders Frostenson 1968 – Kristján Valur Ingólfsson 1975, 2017
Guds kärlek är som stranden
L Lars Åke Lundberg 1968
Guds kärlek är som stranden

Deila sálmi

Ábendingar til sálmabókarnefndar má senda á salmabok@kirkjan.is