Sálmabók

758. Nýja skrúðið nýfærð í

1 Nýja skrúðið nýfærð í
náttúran sig gleður,
skepnan öll sem orðin ný
upp rís Jesú meður.
Dauða vaknað allt er af,
allt um loft og jörð og haf
sannar sigur lífsins.

2 Brosir dagur, brosir nótt,
blíða' og ylur vaka,
skepnur fyllast fjöri' og þrótt,
fuglar glaðir kvaka,
döggin blikar, grundin grær,
gjörvallt segir fjær og nær:
Sjáið sigur lífsins.

3 Lífið hefur dauðann deytt,
döpru manna geði
aftur nú er indæl veitt
Edens horfna gleði.
Kristur galt hið krafða verð,
kerúb hefur slíðrað sverð,
greidd er leið til lífsins.

T Adam frá St. Victor 12. öld – Nikolaj F.S. Grundtvig 1837, 1845 – Helgi Hálfdánarson – Sb. 1886
Mundi renovatio / (Verdens igenfødelse)
L Johan P.E. Hartmann 1861 – BÞ 1903
Blomstre som en rosengård
Sálmar með sama lagi 492
Eldra númer 476
Eldra númer útskýring T+L

Deila sálmi

Ábendingar til sálmabókarnefndar má senda á salmabok@kirkjan.is