Sálmabók

760. Nú heilsar vorsins blíði blær

1 Nú heilsar vorsins blíði blær
og brosir himinn, land og sær,
allt lofar ljósið bjarta.
Ó, syng af gleði, sála mín,
lát sumar Drottins ná til þín
og lífga hug og hjarta.

2 Allt vaknar nú sem vakna má,
hver von og þrá sem jörðin á
til birtu Guðs er borin,
það vottar allt sem anda nær,
það allt sem geisli snortið fær
og leitt til lífs á vorin.

3 Sú fegurð öll sem auga sér,
hver unaðsrödd sem berst að mér
og angan allra blóma
er vitni þess sem vænta má
í vorsins ríki Guði hjá,
í lífsins páskaljóma.

4 Lát, faðir, orð og anda þinn
svo endurnýja huga minn
að vor þar verða megi
og vöxtur sem þér vitni ber
og vaknar nýr við sól hjá þér
á lífs míns lokadegi.

T Paul Gerhardt 1653 – Sigurbjörn Einarsson 1996 – Sb. 1997
Geh aus mein Herz und suche Freud / I denna ljuva sommartid
L Nathan Söderblom 1916 – Vb. 1976
I denna ljuva sommartid
Tilvísun í annað lag 762
Eldra númer 718
Eldra númer útskýring T+L

Deila sálmi

Ábendingar til sálmabókarnefndar má senda á salmabok@kirkjan.is