Sálmabók

765. Nú strýkur vorið völl og dal

1 Nú strýkur vorið völl og dal
svo vökna brár í fjallasal.
Nú lifna grös um laut og börð,
sjálft lífið vekur freðna jörð.

2 Heyr farfuglanna kvæðaklið
er kría, tjaldur bregða við,
með gleðiraust og söngvaseim
úr suðurlöndum snúa heim.

3 Sú fagra fuglaparadís,
hún flytur Guði lof og prís
og syngur ljóð um líf og vor
svo léttir yfir hverri skor.

4 Og fagna má sem fugl í söng
við ferðalok í jarðarþröng
sá er þú leiddir langan veg.
Ó, lífsins Guð, þig tigna ég.

T Tummas N. Djurhuus 1971 – Kristján Valur Ingólfsson 2010 – Vb. 2013
Nú strýkur vár um heimlandsvøll
L Knút Olsen 1978 – Vb. 2013
Nú strýkur vár um heimlandsvøll
Eldra númer 946
Eldra númer útskýring T+L

Deila sálmi

Ábendingar til sálmabókarnefndar má senda á salmabok@kirkjan.is