Sálmabók

798. Davíðssálmur 65 (2-6)

Andstef (Sálm. 113.3)
Frá sólarupprás til sólarlags
sé nafn Drottins vegsamað.

Þér ber lofsöngur, Guð á Síon,
og við þig séu heitin efnd.
    Þú sem heyrir bænir,
    til þín leita allir menn.
Þegar misgjörðir vorar verða oss um megn
fyrirgefur þú oss.
    Sæll er sá sem þú velur og lætur nálgast þig,
    hann fær að dveljast í forgörðum þínum.
Vér mettumst af gæðum húss þíns,
heilagleik musteris þíns.
    Þú bænheyrir oss af réttlæti
    með ógnvekjandi verkum,
    þú Guð hjálpræðis vors,
þú athvarf allra endimarka jarðarinnar
og fjarlægra stranda.
Frá sólarupprás til sólarlags
sé nafn Drottins vegsamað.

Dýrð sé Guði, föður og syni
og heilögum anda
    svo sem var í upphafi
    er og verður um aldir alda. Amen.
Frá sólarupprás til sólarlags
sé nafn Drottins vegsamað.

Deila sálmi

Ábendingar til sálmabókarnefndar má senda á salmabok@kirkjan.is