Níunda vika Alþjóðlegs orgelsumars í Hallgrímskirkju

8. ágúst 2018

Níunda vika Alþjóðlegs orgelsumars í Hallgrímskirkju

Alþjóðlegt orgelsumar í Hallgrímskirkju hefur gengið vonum framar og haldið verður viðteknum hætti síðustu tvær vikur tónleikaraðarinnar.

Gestir Alþjóðlegs orgelsumars í ár eru margir hverjir meðal þekktustu organista í Evrópu og mikill heiður hefur verið að hýsa þá á hátíðinni. Í þessari viku munum meðal samtals verða haldnir fernir tónleikar og áhugafólk um kór- og orgeltónlist ætti því að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

Hans-Ola Ericsson prófessor við McGill og Friðrik Vignir:

Miðvikudaginn 8. ágúst kl. 12 syngur hinn margrómaði kammerkór Hallgrímskirkju, Schola cantorum, íslenskar og erlendar kórperlur eftir Jón Ásgeirsson, Jón Nordal, Sigvalda Kaldalóns, Händel, Byrd, Sigurð Sævarsson, Þorkel Sigurbjörnsson og Hjálmar H. Ragnarsson. Tónleikagestum er boðið í kaffi og spjall við meðlimi kórsins að tónleikunum loknum. Miðaverð kr. 2.500.

Fimmtudaginn 9. ágúst kl. 12 leikur organisti Seltjarnarneskirkju, Friðrik Vignir Stefánsson, verk eftir G. Böhm, L. Marchand og Bach (Prelúdía og fúga í d-moll). Miðaverð kr. 2.000.

Laugardaginn 11. ágúst kl. 12 leikur hinn heimsfrægi organisti og prófessor við McGill-háskólann í Montréal, Hans-Ola Ericsson, verk eftir O. Lindberg og J.S Bach. Miðaverð kr. 2.000.

Á seinni tónleikum sínum sunnudaginn 12. ágúst kl. 17, leikur Hans-Ola Ericsson verk eftir J.S Bach, R. Wagner (Pílagrímakórinn úr Tannhäuser) og F. Liszt. Miðaverð kr. 2.500.

Miðasala í Hallgrímskirkju opnar klukkutíma fyrir hverja tónleika en einnig má kaupa miða á midi.is
  • Auglýsing

  • Tónlist

  • Viðburður

Sr. Stefán Már.jpg - mynd

Ályktun Presta- og djáknastefnu 2024

18. apr. 2024
...um mikilvægi barna- og unglingastarfs
Úlfastundir 5.jpg - mynd

Úlfastundir í Lágafellssókn

18. apr. 2024
...boðið upp á slátur og graut
Sr. Þorvaldur Víðisson

Sr. Þorvaldur skipaður prófastur

18. apr. 2024
...í Reykjavíkurprófastdsdæmi vestra