Áfrýjunarnefnd skilar úrskurði

23. nóvember 2018

Áfrýjunarnefnd skilar úrskurði

Áfrýjunarnefnd hefur í dag úrskurðað í þeim tveimur málum sem vísað var til hennar á fyrri hluta árs 2018. Staðfest er sú niðurstaða úrskurðarnefndar að hinn vígði þjónn sem í hlut átti gerðist brotlegur við siðareglur fyrir vígða þjóna og annars starfsfólks þjóðkirkjunnar. Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, hefur tilkynnt þeim vígða þjóni sem um ræðir að hann verði áfram í leyfi á meðan farið er yfir niðurstöðu áfrýjunarnefndar. Í yfirlýsingu biskups segir:  

Velferð þolenda skal ávallt í hávegum höfð í málum sem þessu. Við verðum almennt að trúa einstaklingum sem stíga fram og segja sögu sína. Áfrýjunarnefnd hefur tekið afstöðu til frásagna þeirra kvenna sem málið varðar og staðfest að brotið var gegn þeim.

Skylda presta er fyrst og fremst gagnvart sóknarbörnunum. Milli þeirra og prests verður að ríkja traust og eins milli presta sem starfa saman. Ef það traust hverfur þá lít ég svo á að skoða verði hvort prestur sé í stöðu til að veita þjónustu áfram." 

    IMG_6011.jpg - mynd

    Kirkjuþing sett í Dómkirkjunni

    25. okt. 2025
    Setningarathöfn fór fram í Dómkirkjunni í morgun. Forseti kirkjuþings, dómsmálaráðherra og biskup Íslands ávörpuðu setningarathöfnina.
    Mari_a A_g.jpg - mynd

    Nýr prófastur í Vesturlandsprófastsdæmi

    15. okt. 2025
    María Guðrúnar. Ágústsdóttir er nýr prófastur á Vesturlandi.
    image0.jpg - mynd

    Hilda María ráðin

    10. okt. 2025
    Hilda María hefur verið ráðin prestur við Stykkishólmsprestakall. Sex sóknir tilheyra prestakallinu.