Áfrýjunarnefnd skilar úrskurði

23. nóvember 2018

Áfrýjunarnefnd skilar úrskurði

Áfrýjunarnefnd hefur í dag úrskurðað í þeim tveimur málum sem vísað var til hennar á fyrri hluta árs 2018. Staðfest er sú niðurstaða úrskurðarnefndar að hinn vígði þjónn sem í hlut átti gerðist brotlegur við siðareglur fyrir vígða þjóna og annars starfsfólks þjóðkirkjunnar. Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, hefur tilkynnt þeim vígða þjóni sem um ræðir að hann verði áfram í leyfi á meðan farið er yfir niðurstöðu áfrýjunarnefndar. Í yfirlýsingu biskups segir:  

Velferð þolenda skal ávallt í hávegum höfð í málum sem þessu. Við verðum almennt að trúa einstaklingum sem stíga fram og segja sögu sína. Áfrýjunarnefnd hefur tekið afstöðu til frásagna þeirra kvenna sem málið varðar og staðfest að brotið var gegn þeim.

Skylda presta er fyrst og fremst gagnvart sóknarbörnunum. Milli þeirra og prests verður að ríkja traust og eins milli presta sem starfa saman. Ef það traust hverfur þá lít ég svo á að skoða verði hvort prestur sé í stöðu til að veita þjónustu áfram." 

    Forsetahjónin og vígslubiskupshjónin við Hóladómkirkju

    Afar vel sótt Hólahátíð

    18. ágú. 2025
    ...forseti Íslands flutti Hólaræðuna
    holarihjaltadal.jpg - mynd

    Hólahátíð 2025: Forseti Íslands flytur Hólaræðu

    12. ágú. 2025
    Hólahátíð fer fram dagana 16. - 17. ágúst n.k. Halla Tómasdóttir forseti Íslands flytur Hólaræðuna að þessu sinni.
    garpsdalskirkja2.jpg - mynd

    Kirkjuklukkum á Íslandi, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi hringt samtímis til stuðnings íbúum Gasa

    05. ágú. 2025
    Fimmtudaginn 7. ágúst kl. 13:00 verða kirkjuklukkum dómkirknanna þriggja á Íslandi hringt og hvetja biskupar Íslands til þess að öðrum kirkjuklukkum verði hringt samtímis. Systurkirkjur Þjóðkirkjunnar í Noregi, Svíþjóð...