Fastað fyrir umhverfið

11. mars 2019

Fastað fyrir umhverfið

Nú þegar fastan er gengin í garð þykir rétt að minna á verkefni sem varð til í Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastdæmi en það er Fasta fyrir umhverfið. Slíkt hefur líka verið tíðkað í sumum kirkjum nágrannalanda okkar.

Verkefnið er föstudagatal sem hefur það markmið að hjálpa okkur að gera hversdaginn umhverfisvænni.

Páskafastan varir í 40 daga og á hverjum degi fáum við lítið verkefni sem styður okkur í því að draga úr kolefnisfótsporinu okkar eða ganga betur um jörðina. Með því að taka eitt skref í einu getum við breytt gömlum venjum, dregið úr vistsporinu okkar og verndað jörðina.

Facebooksíðan „Fasta fyrir umhverfið“ miðlar ýmsum hagnýtum upplýsingum sem tengjast verkefnum hvers dags. 


Ennfremur má lesa bækling um verkefnið hér.

  • Frétt

Prestar í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra ásamt fyrirlesurum

Vorfundur presta í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra

26. apr. 2024
...síðasti prestafundur sr. Helgu Soffíu sem prófastur
Forsíðumynd-Sumardagurinn fyrst -skrúðganga á kirkjuplani.jpg - mynd

Sumardagurinn fyrsti í Bústaðakirkju

26. apr. 2024
...fjölsótt dagskrá í kirkjunni
Digraneskirkja

Laust starf

26. apr. 2024
...prests við Digranes- og Hjallaprestakall