Söguleg tímamót

21. september 2019

Söguleg tímamót

Enn bætist við sögu Hólastaðar

Á morgun fer fram söguleg prestsvígsla á Hólum í Hjaltadal.

Sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir, vígslubiskup, vígir Aldísi Rut Gísladóttur, mag. theol., og er hún 100asta konan sem hlýtur prestsvígslu hér á landi. Auk þess er Aldís Rut þriðji ættliður sem verður prestur, afi hennar var sr. Gunnar Gíslason, (1914-2008), prestur og prófastur í Glaumbæ, og faðir hennar er sr. Gísli Gunnarsson, prestur í Glaumbæ.

Aldís Rut verður vígð til þjónustu í Langholtsprestakalli í Reykjavík.

Vígsluguðsþjónustan hefst kl. 14.00. Allir eru velkomnir.

Þá má geta þess að 45 ár eru liðin frá því að fyrsta konan var vígð til prestsþjónustu í þjóðkirkjunni, sr. Auður Eir Vilhjálmsdóttir, til Staðarprestakalls í Súgandafirði, 29. september 1974.

Kirkjan.is mun greina nánar frá vígslunni á morgun.


  • Frétt

  • Menning

  • Samfélag

  • Trúin

  • Viðburður

  • Menning

  • Samfélag

Logo.jpg - mynd

Opið fyrir umsóknir um styrki úr kynningar-, fræðslu- og útgáfusjóði Þjóðkirkjunnar

06. maí 2025
Hlutverk sjóðsins að styðja við og efla kynningar- og fræðslustarf kirkjunnar svo og útgáfustarfsemi á því sviði.
Sr. Karen Hjartardóttir

Sr. Karen Hjartardóttir ráðin

05. maí 2025
...í Setbergsprestakall
Screenshot 2025-05-01 at 16.03.32.png - mynd

Ályktanir presta- djáknastefnu 2025

01. maí 2025
Þrjár ályktanir voru samþykktar af presta- og djáknastefnu. Þær má sjá hér.