Listrænn djákni

8. október 2019

Listrænn djákni

Hólmfríður og myndin: Kirkjuglugginn

Í fordyri Grensáskirkju er ágætt rými og þar eru oft haldnar myndlistarsýningar. Þar er nú sýning sem annar djáknanna í Fossvogsprestakalli stendur að – nánar til tekið er hún djákni í Bústaðasókn.

Hólmfríður Ólafsdóttir, djákni, er listræn kona og glaðlynd. Myndir hennar geisla af gleði og krafti, og margar eru af hestum enda er Hólmfríður hestakona.

Hún er fædd á Siglufirði, bjó þar til sextán ára aldurs. Hafði alltaf mikinn áhuga á öllu því er snerti myndlist. Í framhaldsskólanum á Sauðárkróki var það myndlistin sem dró hana til sín og hún lærði þar módelteikningu. Síðan fór siglfirska stúlkan í Iðnskólann og lærði klæðskurð. Það var aðalstarfi hennar í áratug.

En margt leitaði á huga stúlkunnar. Andlega hugsandi kona og hún hóf nám í djáknafræðum og lauk BA-prófi í þeim fræðum og sálgæslu árið 2010. Þremur árum síðar var hún ráðin sem djákni við Bústaðakirkju.

En myndlistin hefur sterk tök á henni. Hún fór í Myndlistarskólann í Kópavogi árið 2015. Hólmfríður hefur sýnt með samnemendum sínum og á Hótel Vos í Þykkvabænum.

Enginn sem á leið um Grensáskirkju ætti að láta þessa prýðilegu sýningu fram hjá sér fara. Hún stendur út októbermánuð og er opin á opnunartíma kirkjunnar.

Sjá nánar hér um Hólmfríði Ólafsdóttur.


  • Frétt

  • Menning

  • Samfélag

  • Trúin

  • Viðburður

  • Menning

  • Samfélag

Logo.jpg - mynd

Opið fyrir umsóknir um styrki úr kynningar-, fræðslu- og útgáfusjóði Þjóðkirkjunnar

06. maí 2025
Hlutverk sjóðsins að styðja við og efla kynningar- og fræðslustarf kirkjunnar svo og útgáfustarfsemi á því sviði.
Sr. Karen Hjartardóttir

Sr. Karen Hjartardóttir ráðin

05. maí 2025
...í Setbergsprestakall
Screenshot 2025-05-01 at 16.03.32.png - mynd

Ályktanir presta- djáknastefnu 2025

01. maí 2025
Þrjár ályktanir voru samþykktar af presta- og djáknastefnu. Þær má sjá hér.