Baráttukona í Háteigskirkju

10. október 2019

Baráttukona í Háteigskirkju

Beatrice Dossah er frá Ghana

Beatrice Dossah frá Ghana er þrátt fyrir ungan aldur þekkt fyrir baráttu sína í umhverfismálum. Hún mun taka þátt í samtalsprédikun í Háteigskirkju næstkomandi sunnudag, 13. október, ásamt séra Halldóri Reynissyni, sem er formaður Umhverfisnefndar þjóðkirkjunnar.

Beatrice er hér á Íslandi og leggur stund á mastersnám í umhverfis- og auðlindafræðum við Háskóla Íslands. Áður hefur hún sótt 6 mánaða námskeið á vegum Landgræðsluskóla Sameinuðu þjóðanna á Íslandi.

Í heimalandi sínu hefur Beatrice unnið hjá Umhverfisstofnun Ghana að umhverfismati framkvæmda í átta ár. Á síðstliðnu ári var hún valin sem sendiherra Ghana í verkefni sem snýst um hagkvæmni landgræðslu. Hún hefur unnið með listamönnum, sem eru virkir í umhverfismálum, og m.a. samið og flutt söngva og vídeómyndir um tært vatn og hrein höf.

Beatrice Dossah tekur þátt í Skálholtsráðstefnu um „Umhverfissiðbót í þágu jarðar“ sem haldin er 8. – 10. þessa mánaðar. Hún verður einnig meðal mælenda í málstofum Hringborðs norðurslóða í Hörpu um „Brúargerð til velsældar með þekkingu og aðgerðum“ fimmtudaginn 10. október og „Siðbót í þágu sjálfbærnimarkmiða Sameinuðu þjóðanna“ föstudaginn 11. október. Sú síðarnefnda verður í Safnahúsinu, Hverfisgötu 15, kl. 17:00.


  • Alþjóðastarf

  • Frétt

  • Heimsókn

  • Menning

  • Ráðstefna

  • Samfélag

  • Trúin

  • Viðburður

  • Menning

  • Samfélag

IMG_6011.jpg - mynd

Kirkjuþing sett í Dómkirkjunni

25. okt. 2025
Setningarathöfn fór fram í Dómkirkjunni í morgun. Forseti kirkjuþings, dómsmálaráðherra og biskup Íslands ávörpuðu setningarathöfnina.
Mari_a A_g.jpg - mynd

Nýr prófastur í Vesturlandsprófastsdæmi

15. okt. 2025
María Guðrúnar. Ágústsdóttir er nýr prófastur á Vesturlandi.
image0.jpg - mynd

Hilda María ráðin

10. okt. 2025
Hilda María hefur verið ráðin prestur við Stykkishólmsprestakall. Sex sóknir tilheyra prestakallinu.