Glerárprestakall: Nýr sóknarprestur

6. febrúar 2020

Glerárprestakall: Nýr sóknarprestur

Sr. Sindri Geir Óskarsson

Umsóknarfrestur um Glerárprestakall í Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi rann út 9. desember. Auglýst var eftir sóknarpresti til þjónustu við prestakallið frá og með 1. febrúar 2020. Þrjú sóttu um. 

Kjörnefnd kaus sr. Sindra Geir Óskarsson til starfans og hefur biskup Íslands, sr. Agnes M. Sigurðardóttir, staðfest ráðningu hans.

Í samræmi við þær breytingar sem nú hafa orðið á starfsmannamálum þjóðkirkjunnar er sr. Sindri Geir ráðinn ótímabundið í starfið með hefðbundnum uppsagnarfresti.

Sr. Sindri Geir er fæddur í Ósló 29. ágúst árið 1991. Hann er uppalinn á Akureyri og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 2010 og mag. theol.,-prófi frá H.Í. 2016.

Nokkru eftir að hann lauk guðfræðiprófi fluttist hann ásamt fjölskyldu sinni til Noregs og starfaði þar sem „prestevikar“ (óvígður afleysingamaður prests), í tæp tvö ár.

Undanfarin ár hefur sr. Sindri Geir fengist við kennslu á Akureyri, unnið sem svæðistjóri KFUM & K á Norðurlandi og sem ráðgjafi hjá Vinnumálastofnun.

Sr. Sindri Geir hefur setið í jafnréttisnefnd kirkjunnar, tekið sæti sem leikmaður á kirkjuþingi og starfað með umhverfisnefnd þjóðkirkjunnar en þau mál hafa verið honum mjög hugleikin. Hefur hann m.a. tekið að sér að skrifa handbók kirkjunnar um umhverfisstarf, og þýtt norska bók um Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og kristna siðfræði. Þá hefur sr. Sindri Geir verið einn af fulltrúum Lútherska heimssambandsins á Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna undanfarin tvö ár.

Sr. Sindri Geir var vígður í desember síðastliðnum til að gegna afleysingarþjónustu í Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi.

Kona Sindra Geirs er Sigríður Árdal grunnskólakennari og eiga þau þrjú börn.

Í Glerárprestakalli er ein sókn, Lögmannshlíðarsókn, með rúmlega sjö þúsund íbúa og eina kirkju, Glerárkirkju. Lögmannshlíðarsókn er á samstarfssvæði með Akureyrar-, Grundar-, Hóla-, Kaupangs-, Munkaþverár-, Möðruvalla- og Saurbæjarssóknum.

hsh


  • Biskup

  • Frétt

  • Kosningar

  • Menning

  • Samfélag

  • Starfsumsókn

  • Biskup

  • Menning

  • Samfélag

logo.png - mynd

Síðari umferð kosningar biskups Íslands

25. apr. 2024
...hefst 2. maí næstkomandi.
Ólafur Egilsson

Vinir Hjálparstarfsins fræðast um starfið

24. apr. 2024
...stilla saman strengi
Söngvahátíð 7.jpg - mynd

Söngvahátíð barnanna á Akureyri og í Reykjavík

23. apr. 2024
...börnin syngja í útvarpsmessu á sumardaginn fyrsta