Tvö störf héraðspresta laus

20. febrúar 2020

Tvö störf héraðspresta laus

Biskup Íslands hefur auglýst tvö störf héraðspresta laus til umsóknar og er umsóknafrestur þeirra beggja til 4. mars n.k.

1. Óskað er eftir héraðspresti til þjónustu í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra. Miðað er við að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst, eða í síðasta lagi þremur mánuðum eftir að niðurstaða um ráðningu liggur fyrir.

Um val á umsækjendum er vísað til starfsreglna kirkjuþings „um val og veitingu prestsembætta“ nr. 144/2016 og „um presta“ nr. 1011/2011, svo og „leiðbeinandi reglna biskups Íslands fyrir umsækjendur um laus prestsembætti“ frá 2017.

Biskup Íslands ræður héraðsprest og leggur til grundvallar vali sínu umsögn matsnefndar og tillögu héraðsnefndar.

Umsækjendur skulu gera skriflega grein fyrir starfsferli, samskiptahæfileikum og öðru því sem þeir óska eftir að taka fram. Umsókn ber að fylgja staðfest afrit af prófskírteini ásamt einkunnum, svo og upplýsingar um starfsþjálfun eftir því sem við á. Einnig skal fylgja staðfesting á annarri menntun og þjálfun eftir atvikum.

Áskilinn er réttur til að skilgreina viðbótarskyldur við prófastsdæmið og Þjóðkirkjuna – Biskupsstofu, sem og önnur kirkjuleg stjórnvöld.

Nánari upplýsingar, t.d. starfskjör og helstu reglur og skyldur varðandi starfið, eru veittar hjá sr. Helgu Soffíu Konráðsdóttur, prófasti Reykjavíkurprófastsdæmis vestra, s. 852 2970 og á Biskupsstofu, s. 528 4000.

Sjá nánar hér.

2. Óskað er eftir héraðspresti til þjónustu í Austurlandsprófastsdæmi frá og með 1. maí 2020.

Um val á umsækjendum er vísað til starfsreglna kirkjuþings „um val og veitingu prestsembætta“ nr. 144/2016 og „um presta“ nr. 1011/2011, svo og „leiðbeinandi reglna biskups Íslands fyrir umsækjendur um laus prestsembætti“ frá 2017.

Biskup Íslands ræður héraðsprest og leggur til grundvallar vali sínu umsögn matsnefndar og tillögu héraðsnefndar.

Áskilinn er réttur til að skilgreina viðbótarskyldur við prófastsdæmið og Þjóðkirkjuna – biskupsstofu, sem og önnur kirkjuleg stjórnvöld.

Nánari upplýsingar, t.d. um starfskjör og helstu lög og reglur sem um starfið gilda eru veittar hjá sr. Sigríði Rún Tryggvadóttur, prófasti Austurlandsprófastsdæmis, s. 698 4958 og á Biskupsstofu s. 528 4000.

Sjá nánar hér.

hsh
  • Auglýsing

  • Biskup

  • Frétt

  • Safnaðarstarf

  • Samfélag

  • Umsókn

  • Biskup

  • Samfélag

Forsetahjónin og vígslubiskupshjónin við Hóladómkirkju

Afar vel sótt Hólahátíð

18. ágú. 2025
...forseti Íslands flutti Hólaræðuna
holarihjaltadal.jpg - mynd

Hólahátíð 2025: Forseti Íslands flytur Hólaræðu

12. ágú. 2025
Hólahátíð fer fram dagana 16. - 17. ágúst n.k. Halla Tómasdóttir forseti Íslands flytur Hólaræðuna að þessu sinni.
garpsdalskirkja2.jpg - mynd

Kirkjuklukkum á Íslandi, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi hringt samtímis til stuðnings íbúum Gasa

05. ágú. 2025
Fimmtudaginn 7. ágúst kl. 13:00 verða kirkjuklukkum dómkirknanna þriggja á Íslandi hringt og hvetja biskupar Íslands til þess að öðrum kirkjuklukkum verði hringt samtímis. Systurkirkjur Þjóðkirkjunnar í Noregi, Svíþjóð...