Góð heimsókn á bolludegi

24. febrúar 2020

Góð heimsókn á bolludegi

Guðfræðinemar í heimsókn - bollurnar klikkuðu ekki

Í dag komu guðfræðinemar, kennarar og starfsfólk guðfræði- og trúarbragðadeildar Háskóla Íslands í heimsókn í Katrínartún 4. Það er árviss viðburður að deildin komi á Biskupsstofu og ræði við starfsfólk og kynnist starfseminni.

Það var glatt á hjalla og bollurnar runnu út. Sr. Agnes M. Sigurðardóttir, biskup, bauð gesti velkomna í hin nýju húsakynni Biskupsstofu. Pétur G. Markan, samskiptastjóri, fylgdi fólki um húsnæðið sem er á þriðju hæð og sýndi það.

Fólk er á einu máli um að mikill munur sé á húsnæðinu í Katrínartúni annars vegar og Laugavegi 31 hins vegar. Katrínartúnið er nýtt og rúmgott húsnæði þar sem fer mjög vel um starfsfólk. 

Stúdentar guðfræðideildarinnar sátu jafnframt stutt námskeið í Katrínartúni 4 hjá Marteini Steinari Jónssyni, sálfræðingi, sem fjallaði um sálgæslu og samfylgd.

hsh


Sr. Agnes, biskup, dr. Rúnar M. Þorsteinnson, prófessor í nýjatestamentisfræðum, 
dr. Gunnlaugur A. Jónsson, prófessor í gamlatestamentisfræðum


Stúdentar og fræðarar - og starfsfólk Biskupsstofu