Fólk virkjað í gleði og bjartsýni

13. mars 2020

Fólk virkjað í gleði og bjartsýni

Í Grafarvogskirkju

Á veirutímum er mikilvægt að halda fast í gleðina og bjartsýnina.

Það vilja þau í Grafarvogi.

Og þau styðja okkar mann sem stígur á svið í sönglagakeppni Evrópu í vor. Hann Daða og Gagnamagnið.

Gleði og ánægja skín úr hverju andliti. Og öllum hreyfingum. 

Þau slógu saman í eitt nett myndband. Hvað annað?

Myndbandið var unnið af þeim sem sækja hið fjölbreytta starf sem fram fer í Grafarvogskirkju og sýnir hvað hægt er að gera þegar allir leggjast á eitt.

Sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir skaut þessari hugmynd á loft og henni var vel tekið. Fólk tók strax að koma hugmyndinni í verk. Allir lögðust á eitt. Vinnan tók einn dag, tekið upp 10. mars s.l. og klippt daginn eftir.

Og þetta fallega og skemmtilega myndband er orðið að veruleika. Kirkjurýmið er nýtt með skemmtilegum hætti af börnum og eldri borgurum – og ýmsum aldurshópum þar á milli. Öll eru þau augljóslega á heimavelli eins og það á að vera í kirkjunni. 

En einhver hlýtur að hafa æft mannskapinn, spyr kirkjan.is – og á við hinar skemmtilegu hreyfingar. „Það var ég,“ segir sr. Þóra Björg Sigurðardóttir – en hún starfar eins og er sem æskulýðsfulltrúi Grafarvogskirkju – nýkjörinn prestur í Garða- og Saurbæjarprestakalli.

Hér fyrir neðan er hægt að sjá myndbandið.

Góða skemmtun!

hsh


  • Barnastarf

  • List og kirkja

  • Menning

  • Safnaðarstarf

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Tónlist

  • Trúin

  • Viðburður

  • Menning

  • Samfélag

Logo.jpg - mynd

Opið fyrir umsóknir um styrki úr kynningar-, fræðslu- og útgáfusjóði Þjóðkirkjunnar

06. maí 2025
Hlutverk sjóðsins að styðja við og efla kynningar- og fræðslustarf kirkjunnar svo og útgáfustarfsemi á því sviði.
Sr. Karen Hjartardóttir

Sr. Karen Hjartardóttir ráðin

05. maí 2025
...í Setbergsprestakall
Screenshot 2025-05-01 at 16.03.32.png - mynd

Ályktanir presta- djáknastefnu 2025

01. maí 2025
Þrjár ályktanir voru samþykktar af presta- og djáknastefnu. Þær má sjá hér.