Hleðslustöðvar í Skálholti

28. október 2020

Hleðslustöðvar í Skálholti

Rafhleðslustöðvar skipa heiðurssess á bílastæðinu í Skálholti

Kirkjan.is renndi í hlað í Skálholti um síðustu helgi og sá að búið er að koma þar fyrir myndarlegum raftenglum fyrir rafmagnsbíla og er hægt að hlaða fjóra bíla samtímis.

Fagurgræn merkingin á bílastæðinu fer ekki fram hjá neinum og yljar eflaust öllum umhverfisvinum um hjartarætur.

Umhverfismálin eru í deiglunni. Hægt og bítandi eru tekin skref til orkuskipta í samgöngum.

Til stendur að setja upp hleðslustöðvar fyrir rafbíla við Biskupsgarð í Reykjavík, og heima á Hólum. Kirkjuþing var einhuga um tillögu á þinginu 2019 að kirkjuráði skyldi falið að koma upp hleðslustöðvðum eða raftenglum við fasteignir kirkjunnar. Kirkjuráð samþykkti á fundi sínum í maí í fyrra að hvetja sóknarnefndir til að koma upp tenglum til rafmagnshleðslu við kirkjur og safnaðarheimili. Einnig samþykkti kirkjuráð að stefna að því að koma upp hleðslutenglum við prestssetur eftir óskum ábúenda.

Þjóðkirkjan er vakandi í umhverfismálum.

Umhverfisstefna þjóðkirkjunnar

Um orkuskipti í samgöngum á vegum starfsfólks kirkjunnar

Viðbragðsástand vegna loftslagsmála

Grænn söfnuður

hsh


  • Nýjung

  • Samfélag

  • Umhverfismál og kirkja

  • Frétt

Dómkirkjan í Reykjavík - mynd: hsh

Prests og djáknavígsla á sunnudaginn

21. ágú. 2025
...í Dómkirkjunni í Reykjavík
Forsetahjónin og vígslubiskupshjónin við Hóladómkirkju

Afar vel sótt Hólahátíð

18. ágú. 2025
...forseti Íslands flutti Hólaræðuna
holarihjaltadal.jpg - mynd

Hólahátíð 2025: Forseti Íslands flytur Hólaræðu

12. ágú. 2025
Hólahátíð fer fram dagana 16. - 17. ágúst n.k. Halla Tómasdóttir forseti Íslands flytur Hólaræðuna að þessu sinni.