Kjalarnessprófastur hættir

27. nóvember 2020

Kjalarnessprófastur hættir

Frá vinstri: sr. Ragnheiður Jónsdóttir, sr. Þórhildur Ólafs og sr. Jóna Hrönn Bolladóttir - skruppu af Zoom-fundi og heimsóttu prófast

Samstarfsfólk prófastsins í Kjalarnessprófastsdæmi kvaddi prófast sinn með pompi og prakt á dögunum.

Sr. Þórhildur Ólafs hefur þjónað sem prófastur frá 2015 og mun ljúka störfum á næstunni; síðasti starfsdagur hennar sem prófasts er nú á mánudaginn 30. nóvember. Hún var vígð til prests 16. október 1988.

Tilkynnt verður um nýjan prófast á næstunni.

Nú þegar hefur biskup Íslands leitað umsagna þjónandi presta og djákna svo og formanna sóknarnefnda í prófastsdæminu eins og reglur gera ráða fyrir.

Á tíma kórónuveirunnar fer allt fram með öðrum hætti en venjulega. Eins var um kveðjustundina. Hún var haldin með fjarfundabúnaði og komu prestar og djáknar prófastsdæmisins saman, kvöddu prófast sinn og ræddu einnig málefni líðandi stundar. Þá var hlýtt á bókarkynningu. Stundin var vel heppnuð.

Prófastur var kvödd með ræðum og gjöf.

Síðan voru gerðir út sendiboðar, þær sr. Ragnheiður Jónsdóttir og sr. Jóna Hrönn Bolladóttir, og þær knúðu dyra heima hjá prófasti. Afhentu þær sr. Þórhildi gjöf frá samstarfsfólkinu, prestum og djáknum.

Það var glæsilegt og langt silfurbúið skóhorn, sem hinn margrómaði gullsmiður, Jens, hannaði og smíðaði. Fallegur gripur og veglegur.

Sr. Þórhildur Ólafs hefur starfað sem prestur við Hafnarfjarðarprestakall og nú um nokkra hríð þjónað því sem sóknarprestur.

Búið er að auglýsa prestakallið og rann umsóknarfrestur út 9. nóvember s.l. Niðurstöðu er að vænta innan tíðar.

hsh


  • Frétt

  • Menning

  • Prestar og djáknar

  • Samfélag

  • Starf

  • Covid-19

Krakkakór.jpg - mynd

Söngvahátíð barnanna í Hallgrímskirkju

02. maí 2024
...um 200 börn sungu
Anna Sigga, sr. Sigrún og Bylgja Dís

Sumarsöngvar í fangelsi

02. maí 2024
...frásögn fangaprests
Sr. Guðmundur og sr. Guðrún á kynningarfundi á Selfossi

Síðari umferð biskupskosninga hefst í dag

02. maí 2024
...lýkur 7. maí kl. 12:00