Aðventan í útvarpi og sjónvarpi

5. desember 2020

Aðventan í útvarpi og sjónvarpi

Kristsmynd í forkirkju Neskirkju

Á morgun er annar sunnudagur í aðventu. Þá verður útvarpað guðsþjónustu frá Neskirkju kl. 11.00 og henni svo sjónvarpað kl. 13.00 í Ríkissjónvarpinu.

Séra Skúli Sigurður Ólafsson og Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir þjóna fyrir altari. Séra Skúli S. Ólafsson predikar. Organisti og kórstjóri er Steingrímur Þórhallsson og það eru félagar úr Kór Neskirkju sem syngja. Um ritningarlestra sjá þau Rúnar Reynisson, Sigurþór Heimisson og Þórdís Ívarsdóttir.

Tónlistin er fjölbreytileg
Forspil: Sálmaforleikur: Nun kommt der Heiden Heiland, J. S. Bach BWV 721. Nú kemur heimsins hjálparráð, 1. og 3. v. endurkveðið af sr. Sigurbirni Einarssyni. Við kveikjum einu kerti á, Lilja S. Kristjánsdóttir, þýddi. Kyrie. Með gleðiraust og helgum hljóm, Magnús Stephensen þýddi og lagið er íslenskt þjóðlag. Skaparinn stjarna, Sigurbjörn Einarsson þýddi, við hymnalag frá 15. öld. Hátíð fer að höndum ein, íslensk þjóðvísa, 2 og 3 vers eftir Jóhannes úr Kötlum. Velkomin vertu, eftir Helga Hálfdánarson við íslenskt lag. Eftirspil: Fúga í C dúr BWV 564, J. S. Bach.

Þá er rétt að minna á þáttinn Aventu sem er á sjónvarpsstöðinni Hringbraut kl. 21.00 á sunnudaginn. Viðmælendur stjórnandans, sr. Guðrúnar Karls Helgudóttur, eru að þessu sinni þau sr. Ingólfur Hartvigsson, sjúkrahúsprestur, og Rósa Kristjánsdóttir, sjúkrahúsdjákni.

hsh
  • Frétt

  • Menning

  • Messa

  • Samfélag

  • Trúin

  • Covid-19

Dómkirkjan í Reykjavík - mynd: hsh

Prests og djáknavígsla á sunnudaginn

21. ágú. 2025
...í Dómkirkjunni í Reykjavík
Forsetahjónin og vígslubiskupshjónin við Hóladómkirkju

Afar vel sótt Hólahátíð

18. ágú. 2025
...forseti Íslands flutti Hólaræðuna
holarihjaltadal.jpg - mynd

Hólahátíð 2025: Forseti Íslands flytur Hólaræðu

12. ágú. 2025
Hólahátíð fer fram dagana 16. - 17. ágúst n.k. Halla Tómasdóttir forseti Íslands flytur Hólaræðuna að þessu sinni.