List og kirkja

12. desember 2020

List og kirkja

Regína Ósk Óskarsdóttir - skjáskot

Hvað gerir sóknapresturinn þegar kórónuveiran slær slagbröndum fyrir kirkjudyrnar?

Jú, hann sest niður og yrkir ljóð við lag sem hann samdi fyrir nokkrum árum.

Þetta er sr. Guðmundur Karl Brynjarsson, sóknaprestur í Lindakirkju.

Hann er ekki bara prestur heldur líka listamaður.

Það var hinn snjalli tónlistarstjóri kirkjunnar, Óskar Einarsson, sem útsetti lagið á sínum tíma fyrir kór og hljómsveit. Kórinn kynnir sér svo hinn nýja texta og æfir hann við lagið. Lokahnykkurinn er svo að flytja lag og texta og það er gert með glæsibrag eins hér má heyra.

Og það er engin önnur en Regína Ósk Óskarsdóttir, sunnudagaskólakennari í Lindakirkju, sem syngur einsöng með kórnum. Hljómsveitin er skipuð einvalaliði: Friðrik Karlsson, slær gítar, Jóhann Ásmundsson, strýkur bassann og sér um upptökustjórn, Gunnlaugur Briem er á trommunum, Greta Salóme Stefánsdóttir leikur á fiðluna og tónlistarstjórinn Óskar fer höndum um píanóið af alkunnri snilld.

Svo er auðvitað allt tekið upp. Þar er Sindri Reyr Einarsson við stjórnvölinn.

Og útkoman?

Hin Stjörnubjarta nótt – hvað er betra og sígildara?

Kirkjan hefur á að skipa ótrúlega öflugu starfsliði sem vinnur saman af snerpu, dugnaði og kærleika.

Það er mikil gjöf sem ber að þakka fyrir.

Hér fyrir neðan má hlýða á lagið.

hsh

  • List og kirkja

  • Menning

  • Samfélag

  • Skipulag

  • Tónlist

  • Trúin

  • Frétt

Prestar í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra ásamt fyrirlesurum

Vorfundur presta í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra

26. apr. 2024
...síðasti prestafundur sr. Helgu Soffíu sem prófastur
Forsíðumynd-Sumardagurinn fyrst -skrúðganga á kirkjuplani.jpg - mynd

Sumardagurinn fyrsti í Fossvoginum

26. apr. 2024
...fjölsótt dagskrá í kirkjunni
Digraneskirkja

Laust starf

26. apr. 2024
...prests við Digranes- og Hjallaprestakall