Söngglaðir prestar

13. desember 2020

Söngglaðir prestar

Frá vinstri: sr. Jónína, sr. Þráinn og sr. Þóra Björg - skjáskot

Kirkjan.is rakst á fallegt aðventudagatal Akraness og þann dag voru prestarnir í Garða- og Saurbæjarprestakalli gestir dagatalsins sem þau Hlédís Sveinsdóttir og Ólafur Gunnarsson stjórna. Það er tekið upp í Stúkuhúsinu á Akranesi.

Hér taka prestarnir lagið, þau sr. Þráinn Haraldsson, sr. Jónína Ólafsdóttir og sr. Þóra Björg Sigurðardóttir. Þau eru öll eins og vera ber vel tengd samfélagi sínu og hefur hvort tveggja styrk af því, kirkja og samfélag.

Hér þarf ekki fleiri orð - heldur aðeins að hlusta og horfa!

hsh

 

Skaginn syngur inn jólin

  • List og kirkja

  • Samfélag

  • Tónlist

  • Trúin

  • Frétt

IMG_6011.jpg - mynd

Kirkjuþing sett í Dómkirkjunni

25. okt. 2025
Setningarathöfn fór fram í Dómkirkjunni í morgun. Forseti kirkjuþings, dómsmálaráðherra og biskup Íslands ávörpuðu setningarathöfnina.
Mari_a A_g.jpg - mynd

Nýr prófastur í Vesturlandsprófastsdæmi

15. okt. 2025
María Guðrúnar. Ágústsdóttir er nýr prófastur á Vesturlandi.
image0.jpg - mynd

Hilda María ráðin

10. okt. 2025
Hilda María hefur verið ráðin prestur við Stykkishólmsprestakall. Sex sóknir tilheyra prestakallinu.