Kveðja til Seyðfirðinga frá biskupi Íslands

18. desember 2020

Kveðja til Seyðfirðinga frá biskupi Íslands

Seyðfirðingar ganga nú í gegnum miklar raunir. Fjölskyldur og einstaklingar hafa misst heimili sín vegna þeirra náttúruhamfara sem nú ganga yfir. Hjarta landsmanna slær með Seyðfirðingum.

Ég sendi Seyðfirðingum hugheilar kveðjur, baráttuanda og bið fyrir bæjarbúum og björgunarfólki. Öll getum við lagt það að mörkum að bera hvert annað á bænarörmum.

Prestar kirkjunnar á Austurlandi og starfsfólk eru til taks og hefur hópslysanefnd þjóðkirkjunnar sett sig í samband við heimamenn.

Guð sem er allar stundir nærri varðveiti ykkur og blessi.

Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands


  • Trúin

Logo.jpg - mynd

Opið fyrir umsóknir um styrki úr kynningar-, fræðslu- og útgáfusjóði Þjóðkirkjunnar

06. maí 2025
Hlutverk sjóðsins að styðja við og efla kynningar- og fræðslustarf kirkjunnar svo og útgáfustarfsemi á því sviði.
Sr. Karen Hjartardóttir

Sr. Karen Hjartardóttir ráðin

05. maí 2025
...í Setbergsprestakall
Screenshot 2025-05-01 at 16.03.32.png - mynd

Ályktanir presta- djáknastefnu 2025

01. maí 2025
Þrjár ályktanir voru samþykktar af presta- og djáknastefnu. Þær má sjá hér.