Áfangi í höfn

27. júní 2021

Áfangi í höfn

Frá athöfninn í Dómkirkjunni - sjá nöfn í fréttinni. Mynd: Gyða Marín Bjarnadóttir

Síðastliðinn mánudag, 21. júní, var útskriftarathöfn nema úr starfsþjálfun þjóðkirkjunnar. Skilyrði prestsefna til að geta útskrifast er að hafa lokið mag. theol.-prófi og djáknaefna að hafa lokið BA-prófi eða viðbótar-diplómanámi.

Starfsþjálfun prests- og djáknaefna er í umsjón þjóðkirkjunnar.

Útskrift úr starfsþjálfun er mikilvægur áfangi og tímamót. Þau sem útskrifast munu mörg hver starfa fyrir þjóðkirkjuna í framtíðinni. 

Sr. Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, ávarpaði prests- og djáknaefni sem útskrifuðust og afhenti þeim skírteini sem vottar að þau hafi starfsgengi í kirkjunni. Að lokinni afhöfn var hinum útskrifuðu boði í biskupsgarð í léttan hádegisverð.

Þau útskrifuðust
Fremri röð frá vinstri: Hafdís Davíðsdóttir, prestsefni, Helga Bragadóttir, prestsefni, Guðbjörg Hulda Einarsdóttir, djáknaefni, sr. Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, Heiða Björg Gústafsdóttir, djáknaefni, og Ragnheiður Sverrisdóttir, djákni. Aftari röð frá vinstri: Árni Þór Þórsson, prestsefni, Ívar Valbergsson, djáknaefni, Kristján Ágúst Kjartansson, prestsefni, sr. Þorvaldur Víðisson, biskupsritari. Á myndina vantar prestsefnin Gunnbjörgu Óladóttur, Hjördísi Perlu Rafnsdóttur, Stefaníu Bergdóttur og sr. Margréti Lilju Vilmundardóttur, sem vígðist fyrir nokkru.

Sjá hér þessu tengt.

hsh


Biskup talar til útskriftarnema

  • Frétt

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Trúin

  • Biskup

Biskup Íslands með nývígðum prestum, djákna og vígsluvottum

Hátíðleg stund í Dómkirkjunni í Reykjavík

25. ágú. 2025
...tveir prestar og einn djákni vígður
Dómkirkjan í Reykjavík - mynd: hsh

Prests og djáknavígsla á sunnudaginn

21. ágú. 2025
...í Dómkirkjunni í Reykjavík
Forsetahjónin og vígslubiskupshjónin við Hóladómkirkju

Afar vel sótt Hólahátíð

18. ágú. 2025
...forseti Íslands flutti Hólaræðuna