Prestsvígsla

18. ágúst 2021

Prestsvígsla

Dómkirkjan í Reykjavík - mynd: hsh

Biskup Íslands, sr. Agnes M. Sigurðardóttir, vígir á morgun, fimmtudaginn 19. ágúst, Gunnbjörgu Óladóttur, MA í guðfræði, til prestsþjónustu í Nord-Fron í Hamarbiskupsdæmi í Noregi með sérstakar skyldur við sóknirnar Kvam og Skåbu.

Vígslan fer fram í Dómkirkjunni og hefst hún kl. 18. 00.

Vígsluvottar eru sr. Auður Eir Vilhjálmsdóttir, sr. Guðrún Karls Helgudóttir, sr. Kristján Valur Ingólfsson og sr. Sigurður Jónsson.

Sr. Sigríður Guðmarsdóttir lýsir vígslu og sr. Elínborg Sturludóttir þjónar fyrir altari. Dómkórinn syngur og Kári Þormar er organisti.

Athöfnin er öllum opin.

hsh


  • Frétt

  • Menning

  • Messa

  • Samfélag

  • Starf

  • Trúin

  • Biskup

Biskup Íslands með nývígðum prestum, djákna og vígsluvottum

Hátíðleg stund í Dómkirkjunni í Reykjavík

25. ágú. 2025
...tveir prestar og einn djákni vígður
Dómkirkjan í Reykjavík - mynd: hsh

Prests og djáknavígsla á sunnudaginn

21. ágú. 2025
...í Dómkirkjunni í Reykjavík
Forsetahjónin og vígslubiskupshjónin við Hóladómkirkju

Afar vel sótt Hólahátíð

18. ágú. 2025
...forseti Íslands flutti Hólaræðuna