Fundur kirkjuþings

27. ágúst 2021

Fundur kirkjuþings

Forseti kirkjuþings, Drífa Hjartardóttir, í ræðustól

Framhaldsfundur aukakirkjuþings 2021 var settur í morgun í Grand Hotel í Reykjavík.

Dagskrá fundarins liggur fyrir. Þingið stendur yfir í dag og verður fundi síðan frestað. Kirkjuþing mun svo koma samn eftir um það bil tvær vikur.

Meginefni fundarins er mál nr. 7 sem er tillaga til þingsályktunar um stjórnskipan kirkjustjórnarinnar. Málið er flutt af forsætisnefnd kirkjuþings og framsögumaður þess er forseti kirkjuþings, Drífa Hjartardóttir.

Fundurinn hófst á bænagjörð sem biskup Íslands leiddi. Síðan minntist forseti kirkjuþings látinna fyrrum kirkjuþingsfulltrúa, þeirra sr. Sigurjóns Einarssonar (1928-2021) og Jóhanns E. Björnssonar (1935-2021).

Streymt  er frá fundinum.

hsh


  • Fundur

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Þing

  • Frétt

Biskup Íslands með nývígðum prestum, djákna og vígsluvottum

Hátíðleg stund í Dómkirkjunni í Reykjavík

25. ágú. 2025
...tveir prestar og einn djákni vígður
Dómkirkjan í Reykjavík - mynd: hsh

Prests og djáknavígsla á sunnudaginn

21. ágú. 2025
...í Dómkirkjunni í Reykjavík
Forsetahjónin og vígslubiskupshjónin við Hóladómkirkju

Afar vel sótt Hólahátíð

18. ágú. 2025
...forseti Íslands flutti Hólaræðuna