Kirkjuþing 2021-2022

21. október 2021

Kirkjuþing 2021-2022

Bjalla kirkjuþings - gefin 1985 - mynd: hsh

Setning kirkjuþings 2021-2022 fer fram í Bústaðakirkju í Reykjavík laugardaginn 23. október kl. 10.00.

Setningarathöfnin hefst með helgihaldi sem sr. Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, stýrir.

Þá flytja félagar úr Kammerkór Bústaðakirkju tónlist. Einsöngvari er Jóhann Friðgeir Valdimarsson en við píanóið er Jónas Þórir.

Síðan setur Drífa Hjartardóttir, forseti kirkjuþings, þingið, sem er 62. í röðinni. Þá flytur biskup Íslands ávarp.

Fundir kirkjuþings fara fram í húsakynnum Biskupsstofu í Katrínartúni 4 og hefjast klukkan 13.00.

Streymt verður frá fundum kirkjuþings.

Mörg mál liggja fyrir kirkjuþingi og þau má sjá hér. Fundir kirkjuþings standa yfir fram á miðvikudag en fundum verður svo frestað fram í lok nóvember.

Kjörtímabil núverandi kirkjuþingsmanna rennur út þá 62. þingið lýkur störfum sínum. Á næsta ári verður kjörið til nýs kirkjuþings.

Kirkjuþingsfulltrúar.

Störf og nefndir kirkjuþings.

hsh


    Biskup Íslands með nývígðum prestum, djákna og vígsluvottum

    Hátíðleg stund í Dómkirkjunni í Reykjavík

    25. ágú. 2025
    ...tveir prestar og einn djákni vígður
    Dómkirkjan í Reykjavík - mynd: hsh

    Prests og djáknavígsla á sunnudaginn

    21. ágú. 2025
    ...í Dómkirkjunni í Reykjavík
    Forsetahjónin og vígslubiskupshjónin við Hóladómkirkju

    Afar vel sótt Hólahátíð

    18. ágú. 2025
    ...forseti Íslands flutti Hólaræðuna