Æskulýðsmálin í forgangi

1. nóvember 2021

Æskulýðsmálin í forgangi

Frá vinstri: Berglind Hönnudóttir, formaður ÆSKÞ, Magnea Sverrrisdóttir, verkefnastjóri á Biskupsstofu, Ragnhildur Ásgeirsdóttir, skrifstofustjóri Biskupsstofu, sr. Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands og Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri ÆSKÞ - mynd: Jóna Finnsdóttir

Í kjölfar stefnumótunarvinnu sem fram hefur farið innan þjóðkirkjunnar var ákveðið meðal annars að setja æskulýðsmál á oddinn. Á kirkjuþingi var kynnt vinna æskulýðshóps sem unnið hefur mikla skipulagsvinnu sem snertir allt starf með börnum og ungmennum.

Af því tilefni kallaði biskup Íslands, sr. Agnes M. Sigurðardóttir, á fund sinn Jóhönnu Ýr Jóhannsdóttur, framkvæmdastjóra Æskulýðssambands þjóðkirkjunnar (ÆSKÞ) og Berglind Hönnudóttur, formann ÆSKÞ, til að fara yfir stöðu mála. Á þeim fundi kom fram að biskup vill standa vörð um æskulýðsmáin og styðja vel við starf Æskulýðssamands þjóðkirkjunnar.

Á fundinum var farið yfir fjárhagsstöðu ÆSKÞ og helstu verkefni á vegum sambandsins, en stærsti viðburðurinn er Landsmót ÆSKÞ sem haldið er á ári hverju. Landsmótið er jafnan vel sótt en þar koma saman fulltrúar úr æskulýðsfélögum af öllu landinu. Síðustu tvö mótin hafa verið haldin á netinu vegna kórónuveirufaraldursins.

Biskup fór yfir sín áherslumál, væntingar til sambandsins sem og aukinn sýnileika ÆSKÞ.

Niðurstaða fundarins var sú að áframhaldandi samtal á milli kirkjunnar og Æskulýðssambands þjóðkirkjunnar, sem eru grasrótarsamtök, væri gríðarlega mikilvægt til að efla æskulýðsstarfið enn frekar og má því búast við enn fleiri fundum í framhaldinu.

hsh

 


  • Biskup

  • Frétt

  • Safnaðarstarf

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Trúin

  • Æskulýðsmál