Djáknavígsla í Skálholti

15. nóvember 2021

Djáknavígsla í Skálholti

Frá vígslunni í gær: Fremst frá vinstri, sr. Kristján, vígslubiskup, Heiða Björg, djákni; efri röð frá vinstri: sr. Erla, sr. Fritz Már, sr. Hans Guðberg, Jóhanna María, djákni, og Elísabet, djákni - mynd: Skálholt

Í gær var kristniboðsdagurinn og það fór vel á því að djákni skyldi vera vígður í Skálholtsdómkirkju. Djáknar störfuðu í frumkirkjunni og er getið í Ritningunni.

Það var vígslubiskupinn í Skálholti, sr. Kristján Björnsson, sem vígði djáknakandídatinn Heiðu Björgu Gústafsdóttur, til þjónustu við Keflavíkursöfnuð.

Sr. Hans Guðberg Alfreðsson, prófastur í Kjalarnessprófastsdæmi, lýsti vígslu, en vígsluvottar voru auk hans, sr. Erla Guðmundsdóttir, sóknarprestur í Keflavík, sr. Fritz Már Jörgensson, prestur í Keflavíkursókn, Jóhanna María Eyjólfsdóttir, djákni Laugadalsprestakalli og Elísabet Gísladóttir, djákni í Sóltúni.

Jón Bjarnason lék á orgelið og Skálholtskórinn söng.

Heiða Björg er fædd 1978 og hóf störf í Keflavíkurkirkju 1. ágúst sl. Hún er menntaður hjúkrunarfræðingur og sjúkraliði. Um tíma starfaði hún á bráðadeild sem hjúkrunarfræðingur. Djáknanámi lauk hún 2020 og starfsþjálfun í Keflavíkurkirkju s.l. vor.

Verkefni Heiðu Bjargar í söfnuðinum verða af ýmsum toga.

Eiginmaður hennar er Garðar K. Vilhjálmsson og eru þau búsett í Reykjanesbæ.

hsh


Frá vígslunni í Skálholti - mynd: Hilmar Bragi

  • Menning

  • Messa

  • Safnaðarstarf

  • Samfélag

  • Trúin

  • Viðburður

  • Frétt

  • Vígslubiskup

  • Vígsla

biskupafundur 2.jpg - mynd

Yfirlýsing frá biskupafundi Þjóðkirkjunnar

18. maí 2025
„Sama hve máttlaus við kunnum að upplifa okkur gagnvart atburðum utan landsteina Íslands megum við aldrei sætta okkur við að ofbeldi, hvar sem er í heiminum, sé á einhvern hátt ásættanlegt eða eðlilegur hluti af tilveru...
Logo.jpg - mynd

Opið fyrir umsóknir um styrki úr kynningar-, fræðslu- og útgáfusjóði Þjóðkirkjunnar

06. maí 2025
Hlutverk sjóðsins að styðja við og efla kynningar- og fræðslustarf kirkjunnar svo og útgáfustarfsemi á því sviði.
Sr. Karen Hjartardóttir

Sr. Karen Hjartardóttir ráðin

05. maí 2025
...í Setbergsprestakall