Hlaðvarp kirkjunnar

20. desember 2021

Hlaðvarp kirkjunnar

Þjóðkirkjan á góð tæki í höfuðstöðvum sínum fyrir hlaðvarpsupptökur - mynd: hsh

Nýr hlaðvarpsþáttur er farinn af stað á vef kirkjunnar, kirkjan.is. Hann fjallar um hátíðasöngva sr. Bjarna Þorsteinssonar, hvernig þeir urðu til og hvaða sess þeir skipa í helgihaldi jóla. Umjónarmaður er Arndís Björk Ásgeirsdóttir. Hér má hlýða á þáttinn um sr. Bjarna og hátíðasöngva hans. 

Þetta hlaðvarp er undanfari fleiri þátta sem sjá dagsins ljós á nýju ári og munu þeir taka fyrir nýja sálma. Arndís Björk mun sjá einnig um þá þætti. . 

Þá er hlaðvarpsþátturinn „Leiðin okkar allra,“ kominn inn á kirkjan.is.

Á heimasíðu kirkjunnar má einnig hlýða á hlaðvörp eins og Guðspjall sem er í umsjón þeirrar dr. Steinunnar Arnþrúðar Björnsdóttur og sr. Sveins Valgeirssonar. Þar má og hlusta á fleiri eldri athyglisverða hlaðvarpsþætti úr ýmsum áttum.

Guðspjall - nýjasti hlaðvarpsþáttur þeirra dr. Arnþrúðar Steinunnar og sr. Sveins.

hsh


Skjáskot af heimasíðu þjóðkirkjunnar


Skjáskot af heimasíðu þjóðkirkjunnar


  • Kærleiksþjónusta

  • Menning

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Skipulag

  • Tónlist

  • Trúin

  • Frétt

Biskup Íslands með nývígðum prestum, djákna og vígsluvottum

Hátíðleg stund í Dómkirkjunni í Reykjavík

25. ágú. 2025
...tveir prestar og einn djákni vígður
Dómkirkjan í Reykjavík - mynd: hsh

Prests og djáknavígsla á sunnudaginn

21. ágú. 2025
...í Dómkirkjunni í Reykjavík
Forsetahjónin og vígslubiskupshjónin við Hóladómkirkju

Afar vel sótt Hólahátíð

18. ágú. 2025
...forseti Íslands flutti Hólaræðuna