Allt helgihald fellt niður

27. desember 2021

Allt helgihald fellt niður

Altaristafla Víðistaðakirkju í Hafnarfirði eftir Baltasar - mynd: hsh

Sr. Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, hefur tekið þá ákvörðun að allt helgihald í kirkjum landsins um áramótin sem og öðrum stöðum, verði fellt niður í ljósi hinnar hröðu útbreiðslu veirunnar og vaxandi fjölda smitaðra.
Biskup bendir fólki að huga að streymi frá sóknarkirkjum sem og helgihaldi sem verður útvarpað á Rás 1.

Rás 1
Gamlársdagur kl. 18.00: Aftansöngur í Hallgrímskirkju í Reykjavík: Sr. Sigurður Árni Þórðarson þjónar fyrir altari og sr. Eiríkur Jóhannsson prédikar. Organisti: Björn Steinar Sólbergsson. Kórstjóri: Steinar Logi Helgason. Kór Hallgrímskirkju syngur.

Nýársdagur kl. 11. 00 – Dómkirkjan í Reykjavík: Biskup Íslands, sr. Agnes M. Sigurðardóttir prédikar. Sr. Elínborg Sturludóttir og sr. Sveinn Valgeirsson þjóna fyrir altari. Organisti: Kári Þormar. Kór Dómkirkjunnar syngur.

Sunnudagurinn 2. janúar, kl. 11. 00 - Áskirkja: Sr. Sigurður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altar ásamt Jóhönnu Maríu Eyjólfsdóttur, djáknai. Organisti: Bjartur Logi Guðnason. Kór Áskirkju syngur.

Þetta eru önnur áramótin sem fólki gefst ekki kostur á að sækja kirkju. En hægt er að fylgjast með helgihaldi  í gegnum streymi frá kirkjunum og í útvarpi. 

Heimasíður og Facebókarsíður kirknanna veita nánari upplýsingar um hvenær streymt verður og með hvaða hætti. 

hsh


  • Covid-19

  • Messa

  • Samfélag

  • Tónlist

  • Trúin

  • Biskup

  • Fréttin er uppfærð

biskupafundur 2.jpg - mynd

Yfirlýsing frá biskupafundi Þjóðkirkjunnar

18. maí 2025
„Sama hve máttlaus við kunnum að upplifa okkur gagnvart atburðum utan landsteina Íslands megum við aldrei sætta okkur við að ofbeldi, hvar sem er í heiminum, sé á einhvern hátt ásættanlegt eða eðlilegur hluti af tilveru...
Logo.jpg - mynd

Opið fyrir umsóknir um styrki úr kynningar-, fræðslu- og útgáfusjóði Þjóðkirkjunnar

06. maí 2025
Hlutverk sjóðsins að styðja við og efla kynningar- og fræðslustarf kirkjunnar svo og útgáfustarfsemi á því sviði.
Sr. Karen Hjartardóttir

Sr. Karen Hjartardóttir ráðin

05. maí 2025
...í Setbergsprestakall