Starf laust í Skálholti

17. janúar 2022

Starf laust í Skálholti

Skálholtsdómkirkja á vordegi - mynd: hsh

Skálholtsstaður er einn af mikilvægustu sögustöðum landsins. Skálholtsdómkirkja er ein af gersemum Íslands sem fjöldi fólks heimsækir árlega. Í Skálholtsskóla er rekið hótel og veitingastaður og þar er fjöldi viðburða árið um kring. Fjölbreytt starfsemi er í Skálholti og samhentur hópur sem þar starfar. Um þessar mundir er mikil uppbygging og stór viðhaldsverkefni í gangi á staðnum en Skálholtsdómkirkja verður 60 ára 2023.

Skálholtsstaður auglýsir nú eftir ráðsmanni og umsóknarmanni fasteigna. Óskað er eftir kraftmiklum, handlögnum, fjölhæfum og metnaðarfullum einstaklingi til að sinna eftirliti, viðhaldi og daglegri umsjón fasteigna Skálholtsstaðar.

Ráðsmaður og umsjónarmaður fasteigna
Helstu verkefni og ábyrgð
• Daglegt eftirlit og umsjón fasteigna staðarins
• Viðgerðir og viðhald fasteigna og tækja
• Eftirlit með verktökum og iðnaðarmönnum vegna stærri verkefna
• Umhirða, sláttur og viðhald útisvæða
• Snjómokstur og hálkuvarnir staðarins
• Gerð verkáætlana í samstarfi við framkvæmdastjóra

Menntunar- og hæfniskröfur
• Iðnmenntun sem nýtist í starfi
• Vinnuvélaréttindi á dráttavélar og minni jarðvinnuvélar
• Frumkvæði, útsjónarsemi, sjálfstæði og góð yfirsýn
• Drifkraftur, ábyrgð og metnaður í starfi
• Sveigjanleiki og þjónustulund
• Lipurð í mannlegum samskiptum
• Góð íslensku og ensku kunnátta
• Tölvukunnátta

Laun skv. kjarasamningi.

Umsókn ásamt ferilskrá og kynningarbréfi sendist á skalholt@skalholt.is

Nánari upplýsingar veitir Herdís Friðriksdóttir, framkvæmdastjóri Skálholts, vinsamlegast sendið tölvupóst á herdis@skalholt.is

Umsóknarfrestur rennur út 7. febrúar 2022.

hsh


  • Menning

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Starf

  • Umsókn

  • Frétt

Addis9.jpg - mynd

Vottar vonar og réttlætis: Árlegur stjórnarfundur Lútherska heimssambandsins

23. jún. 2025
Árlegur stjórnarfundur Lútherska heimssambandsins fór fram dagana 12.–16. júní í höfuðborg Eþíópíu.
Sr. Pétur Ragnhildarson

Sr. Pétur Ragnhildarson ráðinn sóknarprestur

13. jún. 2025
...í Breiðholtsprestakalli
Dómkirkjan í Reykjavík - mynd: hsh

Prestsvígsla í Dómkirkjunni

12. jún. 2025
...sunnudaginn 15. júní