Erlend frétt: Kristið fólk ofsótt

20. janúar 2022

Erlend frétt: Kristið fólk ofsótt

Frá Kabúl, höfuðborg Afganistans. Þar búa hátt í 5 milljónir manna en í landinu öllu rúmlega 40 milljónir. Mynd: Wikipedia

Á hverju ári gefa samtökin Open doors út skýrslu þar sem sagt er frá ofsóknum á hendur kristnu fólki á liðnu ári. Í skýrslunni kemur nú fram að sjöundi hver kristinn einstaklingur í heiminum er ofsóttur. Ofsóknir fara fram í fimmtíu löndum.

Open doors-samtökin starfa í 25 löndum og leitast við að styrkja kristið fólk sem sætir ofsóknum. Árlega er gefin út skýrsla þar sem fram kemur hvar ofsóknir gegn kristnu fólki eru hvað þyngstar. Einnig er bent þar á bænaefni og ritningarstaði sem tala til fólks í þessum aðstæðum. Skýrslur samtakanna byggja á upplýsingum ársins sem er liðið en eru ársettar með nýju ári, í þessu tilviki 2022. Þær koma gjarnan út í janúarmánuði.

Þetta árið er það Afganistan sem vermir fyrsta sætið á ofsóknarlistanum en slíkt hefur ekki gerst áður. Lengst af hefur Norður-Kórea verið efst á blaði.

En hvers trónir Afganistan efst á þessum ofsóknarlista?

Það er flestum kunnugt að Talibanar komust aftur til valda í Afganistan á liðnu ári. Þeir stormuðu inn í höfuðborgina Kabúl í ágústmánuði. Ofsóknir á hendur kristnu fólki eru hatrammar hvort heldur opinberlega eða á laun. Þau sem reynast vera kristin eru engin grið gefin. Enginn getur verið opinberlega kristinn þar í landi. Það er talin vera skömm að yfirgefa íslam og taka kristna trú. Þau sem slíkt gera eiga von á þungum refsingum. Annað hvort verður þetta fólk að flýja land eða búa sig undir að lenda í höndum afganskra dauðasveita. Leiðtogar íslam fylgja því hart eftir að fólk fari að siðum og reglum trúarinnar. Kristið fólk er nauðbeygt til að fara að þeim. Komi í ljós að einhver er kristinn í fjölskyldunni getur ættbálkahöfðinginn bjargað heiðri síns fólks með því að afneita viðkomandi eða jafnvel að drepa hann.

Á síðasta ári
Meira en 360 milljónir kristins fólks búa á svæðum þar sem það sætir ofsóknum og mismunun
Fjöldi þeirra sem var drepinn fyrir kristna trú sína var 5.898
Fjöldi kirkna og starfsstöðva þeirra sem sætti árásum: 5.110
Fjöldi þeirra sem hafður var í haldi án dóms og laga, síðan dæmdur og fangelsaður: 6.175
Fjöldi kristinna sem hvarf: 3.829.

Ofsóknarlistinn 2022
1. Afganistan
2. Norður-Kórea
3. Sómalía
4. Líbýa
5. Jemen
6. Erítrea
7. Nígería
8. Pakistan
9. Íran
10. Indland
11. Sádi-Arabía
12. Mjanmar
13. Súdan
14. Írak
15. Sýrland
16. Maldíveyjar
17. Kína
18. Kvatar
19. Víetnam
20. Egyptaland
21. Úsbekistan
22. Alsír
23. Máritanía
24. Malí
25. Túrkmenistan
26. Laos
27. Marokkó
28. Indónesía
29. Bangladess
30. Kólumbía
31. Mið-Afríkulýðveldið
32. Búrkína Fasó
33. Nígería
34. Bútan
35. Túnis
36. Óman
37. Kúba
38. Eþíópía
39. Jórdanía
40. Lýðveldið Kongó
41. Mósambík
42. Tyrkland
43. Mexíkó
44. Kamerún
45. Tadsjikistan
46. Brúnei
47. Kasakstan
48. Nepal
49. Kúveit
50. Malasía.


Ofsóknir gegn kristnu fólki í heiminum - þau svæði sem eru dökkrauð sýna að þar eru ofsóknar mjög miklar og appelsínugul svæði segja að þar séu miklar ofsóknir

Myndband frá Open doors-samtökunum á Englandi og Írlandi

Dr. Magnús Þorkell Bernharðsson flutti fyrirlestur í vikunni undir fyrirsögninni: Komið að leiðarenda? Staða kristninnar í Mið-Austurlöndum. Þar fjallaði hann meðal annars um hve kristnu fólki hefur fækkað þar undanfarin ár. Kirkjan.is sagði frá því - sjá hér.

Open doors í Bandaríkjunum, Englandi og Írlandi/hsh
  • Frétt

  • Samfélag

  • Trúin

  • Erlend frétt

Forsíðumynd-Sumardagurinn fyrst -skrúðganga á kirkjuplani.jpg - mynd

Sumardagurinn fyrsti í Bústaðakirkju

26. apr. 2024
...fjölsótt dagskrá í kirkjunni
Digraneskirkja

Laust starf

26. apr. 2024
...prests við Digranes- og Hjallaprestakall
logo.png - mynd

Síðari umferð kosningar biskups Íslands

25. apr. 2024
...hefst 2. maí næstkomandi.