Kirkjuþing fundar

1. mars 2022

Kirkjuþing fundar

Fundarbjalla kirkjuþings - gefin 1985 - mynd: hsh

Forseti kirkjuþings, Drífa Hjartardóttir, hefur boðað til 8. fundar kirkjuþings þriðjudaginn 8. mars og mun hann fara fram í gegnum fjarfundabúnað.

Þingfundurinn hefst kl. 10.00 og mun væntanlega standa yfir í aðeins tvær klukkustundir.

Dagskrá:

Fundarsetning.
1. Kosning uppstillingarnefndar, sbr. 18. gr. starfsreglna um kjör til kirkjuþings nr. 8/2021.
2. Kosning fulltrúa í starfskostnaðarnefnd kirkjuþings í stað Önnu Guðrúnar Sigurvinsdóttur.
Þingfundi slitið.

Lokaður kynningarfundur kirkjuþings verður haldinn í framhaldi af þingfundi. Þar fer fram kynning á stöðu fjármála Þjóðkirkjunnar 2021 og horfum ársins 2022 – fjármálastjóri Þjóðkirkjunnar, Ásdís Clausen, og sr. Gísli Jónasson, formaður fjárhagsnefndar kirkjuþings, fara yfir stöðuna. Fundurinn er haldinn samkvæmt ákvörðun forsætisnefndar kirkjuþings og að ósk formanna fastra þingnefnda kirkjuþings.

Síðasti fundur þessa kirkjuþings er svo áætlaður 22. mars n.k

Framboðsfrestur fyrir kirkjuþing 2022-2026 rennur út 15. mars n.k.

hsh


  • Kirkjuþing

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Þing

  • Frétt

Addis9.jpg - mynd

Vottar vonar og réttlætis: Árlegur stjórnarfundur Lútherska heimssambandsins

23. jún. 2025
Árlegur stjórnarfundur Lútherska heimssambandsins fór fram dagana 12.–16. júní í höfuðborg Eþíópíu.
Sr. Pétur Ragnhildarson

Sr. Pétur Ragnhildarson ráðinn sóknarprestur

13. jún. 2025
...í Breiðholtsprestakalli
Dómkirkjan í Reykjavík - mynd: hsh

Prestsvígsla í Dómkirkjunni

12. jún. 2025
...sunnudaginn 15. júní