Gott, gott...

13. apríl 2022

Gott, gott...

Dr. Hjalti Hugason, prófessor emeritus - mynd: hsh

Síðasta vetrardag eða miðvikudaginn 20. apríl næstkomandi verður haldið málþing til heiðurs dr. Hjalta Hugasyni, prófessor emeritus, en hann varð sjötugur í febrúar síðastliðnum. Til stóð að halda málþingið í kringum afmæli hans en kórónuveiran brá fæti fyrir þá fyrirætlun.

Dr. Hjalti var dósent við Kennaraháskóla Íslands og konrektor 1986-1992. Hann kenndi kirkjusögu við Háskóla Íslands frá árinu 1992 og hefur gegnt fjölmörgum trúnaðarstörfum fyrir Háskólann, þjóðkirkjuna, félög hér heima og erlendis. Eftir hann liggur fjöldi fræðilegra ritgerða og bókarkafla. Þá var hann ritstjóri hins umfangsmikla verks, Kristni á Íslandi, og kom það út í fjórum bindum á sínum tíma.

Yfirskrift málþingsins er: Gott, gott. Dr. Hjalti notar þau orð iðulega í samskiptum við fólk.

Málþingið verður haldið í Neskirkju og hefst kl. 13.30 og lýkur kl. 17.00.

Dr. Sólveig Anna Bóasdóttir stjórnar málþinginu.

Dagskrá málþingsins:

Hildur Hákonardóttir, sagnfræðingur: Mundu eftir konunum!

Þórunn Jarla Valdimarsdóttir, rithöfundur og sagnfræðingur: Fáa vil ég frekar mæra

Kaffihlé

Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson: Í framvarðarsveit menningar

Dr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir: Hvað er hagnýtt við hagnýta guðfræði?

Afmælisbarnið mun bregðast við öllum erindunum í lokin.

Í undirbúningsnefnd fyrir málþingið sátu dr. Sólveig Anna Bóasdóttir, dr. Gunnar J. Gunnarsson og sr. Hreinn S. Hákonarson.


hsh




  • Guðfræði

  • Menning

  • Ráðstefna

  • Samfélag

  • Þing

  • Viðburður

  • Frétt

IMG_6011.jpg - mynd

Kirkjuþing sett í Dómkirkjunni

25. okt. 2025
Setningarathöfn fór fram í Dómkirkjunni í morgun. Forseti kirkjuþings, dómsmálaráðherra og biskup Íslands ávörpuðu setningarathöfnina.
Mari_a A_g.jpg - mynd

Nýr prófastur í Vesturlandsprófastsdæmi

15. okt. 2025
María Guðrúnar. Ágústsdóttir er nýr prófastur á Vesturlandi.
image0.jpg - mynd

Hilda María ráðin

10. okt. 2025
Hilda María hefur verið ráðin prestur við Stykkishólmsprestakall. Sex sóknir tilheyra prestakallinu.