Þau sóttu um

13. júní 2022

Þau sóttu um

Ástjarnarkirkja í Tjarnaprestakalli - mynd: hsh

Biskup Íslands auglýsti fyrir nokkru eftir presti til þjónustu í Tjarnaprestakalli, Kjalarnesprófastsdæmi.

Umsóknarfrestur rann út á miðnætti 9. júní.

Í auglýsingunni kom fram að miðað væri við að viðkomandi gæti hafið störf sem fyrst, en í síðasta lagi þremur mánuðum eftir að niðurstaða um ráðningu lægi fyrir

Allar gildar umsóknir fara til valnefndar sem fer yfir allar umsóknir og boðar umsækjendur til viðtals innan þriggja vikna frá lokum umsóknarfrests, sbr. 8 gr. starfsreglna um ráðningu í prestsstörf.

Alls sóttu ellefu um og þrír umsækjendur óskuðu nafnleyndar:

Sr. Bolli Pétur Bollason
Sr. Bryndís Svavarsdóttir
Helga Bragadóttir, mag. theol.
Hilmir Kolbeins, mag. theol.
Sr. Jóhanna Magnúsdóttir
Kristján Ágúst Kjartansson, mag. theol.
Laufey Brá Jónsdóttir, mag. theol.
Sr. Páll Ágúst Ólafsson

Prestakallið

Tjarnaprestakall skiptist í tvær sóknir, Ástjarnarsókn og Kálfatjarnarsókn. Sóknarbörn eru rétt liðlega ellefu þúsund. Þessar sóknir eru að mörgu leyti ólíkar.

Kálfatjarnarsókn nær yfir Voga og Vatnsleysuströnd. Undanfarið hefur mikil uppbygging átt sér stað í sveitarfélaginu Vogum og vænta má tvöföldunar íbúafjölda í sveitarfélaginu á næstu árum en íbúafjöldi telur nú um 1.300 manns. Íbúar sveitarfélagsins eru á öllum aldri. Í sveitarfélaginu er einn grunnskóli og einn leikskóli.

Kálfatjarnarsókn er gamall og rótgróinn söfnuður. Söfnuðurinn á Kálfatjarnarkirkju sem er staðsett á Vatnsleysuströndinni. Kálfatjarnarkirkja stendur á fallegum stað og er eftirsótt athafnakirkja. Við kirkjuna er þjónustuhús sem er notað sem viðbót fyrir stórar athafnir sem og minni fundi og samverur.

Ástjarnarsókn nær yfir Ásland, Velli, Skarðshlíð og Hamranes í Hafnarfirði. Mikil uppbygging hefur átt sér stað í þessum hverfum og er viðbúið að innan fárra ára verði fjöldi sóknarbarna Ástjarnarsóknar kominn upp í 18 þúsund.

Ástjarnarsöfnuður var stofnaður árið 2001 og hóf starfsemi sína í núverandi húsnæði árið 2017. Húsnæðið er ríflega 800 fermetrar að stærð og skipist í skrifstofur, eldhús, kaffihús og stóran fjölnota sal sem getur tekið allt upp í 200 manns í sæti - auk salerna, geymslurýmis og sturtuaðstöðu fyrir starfsfólk. Núverandi húsnæði var upphaflega teiknað sem safnaðarheimili og er áætlað að í framtíðinni verði byggð kirkjubygging við núverandi húsnæði.

Tónlistarstjóri er í fullu starfi við prestakallið. Auk tónlistarstjóra starfar í Ástjarnarkirkju kirkjuvörður sem sér um daglegan rekstur safnaðarheimilisins og heldur utan um allt sem í gegnum það fer.

Starfinu fylgja viðbótarskyldur við önnur prestaköll í prófastsdæminu, önnur prófastsdæmi, sem og við Þjóðkirkjuna – Biskupsstofu og önnur kirkjuleg stjórnvöld.
Fyrirvari
Biskupafundur hefur unnið að breytingum á skipan prestakalla um allt land með sameiningum tveggja eða fleiri í eitt stærra prestakall. Ofangreind þjónusta var auglýst laus til umsóknar með þeim fyrirvara að vera mætti að biskupafundur legði tillögur fyrir kirkjuþing sem kynnu að leiða til breytinga á skipan prestakalla, hlytu þær samþykki kirkjuþings.

hsh


  • Frétt

  • Kirkjustarf

  • Samstarf

  • Starf

  • Umsókn

  • Biskup

Háteigskirkja

Laust starf

30. apr. 2024
...prests í Háteigsprestakalli
Sr. Sigurvin Lárus Jónsson

Sr. Sigurvin Lárus ráðinn prestur

30. apr. 2024
…í Garðaprestakall
Lokahátíð barnastarfsins í Akureyrarkirkju.jpg - mynd

Lokahátíð barnastarfs Akureyrarkirkju 2024

29. apr. 2024
...mikil tónlistrveisla