Kirkjumiðstöðin á Eiðum 30 ára

22. ágúst 2022

Kirkjumiðstöðin á Eiðum 30 ára

Afmælishátíðin var vel sótt

Kirkjumiðstöðin á Eiðum fagnaði 30 ára afmæli sínu í gær, sunnudaginn 21. ágúst. Til stóð að fagna síðast liðið sumar, en þá komu samkomutakmarkanir í veg fyrir að hægt væri að fagna.

Kirkjumiðstöðin var vígð þann 25. ágúst árið 1991.

Það var mikið hugsjónafólk sem lagðist á árarnar við að byggja Kirkjumiðstöðina en þá höfðu sumarbúðir verið reknar í grunnskólaanum á Eiðum í 23 ár.

Verkið var framkvæmt mikið til í sjálfboðavinnu, en styrkir komu frá fyrirtækjum og einstaklingum á Austurlandi.

Hryggjarstykkið í starfi Kirkjumiðstöðvarinnar eru sumarbúðir fyrir börn og unglinga sem starfræktar eru yfir sumarið, en þarna fara fram TTT búðir, fermingarbúðir og þar er starfræktur Farskóli leiðtogaefna eins og fram kom í ávarpi prófastsins sr. Sigríðar Rúnar Tryggvadóttur.
Einnig er nokkuð um að Kirkjumiðstöðin sé leigð út fyrir fundi og veislur, auk þess sem ættarmót eru haldin þar og hesta- og veiðifólk fær þar inni.

Barna- og æskulýðsstarf í Austurlandsprófastsdæmi hefur alla tíð verið mjög öflugt og má þakka það öflugu starfi Kirkjumiðstöðvarinnar.

Afmælishátíðin hófst með helgistund, þar sem sr. Jóna Kristín Þorvaldsdóttir sóknarprestur í Austfjarðarprestakalli þjónaði fyrir altari og sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir vígslubiskup á Hólum predikaði og lýsti blessun í lok stundarinnar.

Sr. Gylfi Jónsson lék á flygilinn og sr. Kristín Þórunn Tómasdóttir prestur í Egilsstaðaprestakalli lék á gítar. Sungnir voru barnasálmar og sunnudagaskólalög í anda sumarbúðanna.
Eftir helgistundina voru grillaðar pylsur, boðið var upp á ratleik og báta á vatninu og síðan var hlaðborð kaffiveitinga.

Öll afmælishátíðin var vel sótt og veðrið lék við afmælisgesti.

slg

 

Smellið á myndirnar til að stækka þær



Myndir með frétt

  • Kirkjustarf

  • Menning

  • Messa

  • Safnaðarstarf

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Trúin

  • Vígslubiskup

  • Frétt

Prestar í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra ásamt fyrirlesurum

Vorfundur presta í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra

26. apr. 2024
...síðasti prestafundur sr. Helgu Soffíu sem prófastur
Forsíðumynd-Sumardagurinn fyrst -skrúðganga á kirkjuplani.jpg - mynd

Sumardagurinn fyrsti í Fossvoginum

26. apr. 2024
...fjölsótt dagskrá í kirkjunni
Digraneskirkja

Laust starf

26. apr. 2024
...prests við Digranes- og Hjallaprestakall