Sendiherra kórtónlistar

24. ágúst 2022

Sendiherra kórtónlistar

John Rutter, tónskáld og kórstjórnandi

Svo sannarlega er margt að gerast í kirkjutónlistarmálunum. Fyrir nokkru var hér á ferð Mattias Wager, dómorganisti í Stokkhólmi, og fór víða um tónlistarfólki og öðrum til mikillar ánægju.

Enska tónskáldið og stjórnandinn John Rutter er gestur Organistastefnunnar og Kórastjórasamveru þjóðkirkjunnar.

Rutter átti að vera hér á ferð fyrir tveimur árum en kórónuveirufaraldurinn kom í veg fyrir það.

En nú er hann kominn og dagskráin er spennandi.

Rutter heldur námskeið í Skálholti fyrir organista og kórstjóra á föstudeginum 26. ágúst frá kl. 17.00 til laugardagsins 27. ágúst kl. 18.30. Öll þau sem starfa við kirkjukóra og aðra kóra eru velkomin. Hann mun fjalla um kórsöng; kynna eigin verk og sömuleiðis breska kirkjutónlistarhefð.

Á sunnudaginn 28. ágúst milli kl. 14.00 og 18.00 hefur verið boðað til þess sem kallast „Open singing“ í Langholtskirkju eða Syngjum saman í Langholtskirkju. Þar æfir Rutter og stjórnar eigin kórlögum og Lára Bryndís Eggertsdóttir leikur undir á píanó og orgel. Allir kórsöngvarar eru hvattir til að láta ekki þennan viðburð fram hjá sér fara.

Það er söngmálastjóri þjóðkirkjunnar, Margrét Bóasdóttir, sem hefur haldið utan um alla þræði í sambandi við undirbúning þessa merka tónlistarviðburðar.

hsh


  • Kirkjustarf

  • List og kirkja

  • Menning

  • Samstarf

  • Tónlist

  • Frétt

  • Söngmálastjóri þjóðkirkjunnar

Prestar í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra ásamt fyrirlesurum

Vorfundur presta í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra

26. apr. 2024
...síðasti prestafundur sr. Helgu Soffíu sem prófastur
Forsíðumynd-Sumardagurinn fyrst -skrúðganga á kirkjuplani.jpg - mynd

Sumardagurinn fyrsti í Fossvoginum

26. apr. 2024
...fjölsótt dagskrá í kirkjunni
Digraneskirkja

Laust starf

26. apr. 2024
...prests við Digranes- og Hjallaprestakall