Vinir Hjálparstarfs kirkjunnar þétta raðirnar

1. nóvember 2022

Vinir Hjálparstarfs kirkjunnar þétta raðirnar

Bjarni Gíslason, Halldór Kristinn Pedersen og sr. Bjarni Þór Bjarnason

Vinir Hjálparstarfs kirkjunnar auglýstu í fyrri viku að góður heimilismatur yrði á boðstólum í Grensáskirkju á siðbótardaginn 31. október þar sem fólki gæfist kostur á að styrkja hjálparstarfið.

Fréttaritari kirkjan.is hafði samband við Bjarna Gíslason forstöðumann Hjálparstarfs kirkjunnar og spurði um aðdraganda þessa viðburðar.

Bjarni sagði að

„aðdragandinn væri sá að sr. Bjarni Þór Bjarnason sóknarprestur í Seltjarnarneskirkju hafi komið með þá hugmynd að mynda óformlegan hóp sem væri stuðningshópur fyrir Hjálparstarf kirkjunnar.

Hugmyndin var að hópurinn gæti hist stutt í hádeginu, borðað saman og rætt málefni Hjálparstarfsins og hvernig hver og einn og hópurinn í heild sinni gæti stutt við starfið."

Í gær hittist hópurinn í fyrsta sinn og þar var Hjálparstarfið kynnt óformlega og rætt um mikilvægi innanlandsaðstoðar, sérstaklega nú fyrir jólin.

Fréttaritari kirkjan.is spurði sr. Bjarna Þór um þetta framtak og svaraði hann því á þá leið

„að þetta væri á algjörum byrjunarreit og að frumkvæði fólks sem vill styðja starfið, en ekki er enn fullmótað hvernig þetta á að vera.

Fólkið sem er með mér í þessu eru sr. Þorvaldur Víðisson, Halldór Kristinn Pedersen og Erik Pálsson.

Ég vil endilega að þau sem eru í hópnum ráði ferðinni og stýri þessu að mestu leyti“ sagði sr. Bjarni.

Á borðum voru dýrindis íslenskar kjötbollur með kartöflum, grænum baunum, rauðkáli og brúnni sósu.

Auk þess var með þessu dýrindis rabbarbarasulta.

Í eldhúsinu voru Bent Pedersen og Kolbrún Guðjónsdóttir, sem unnu alla vinnuna í sjálfboðaliðavinnu.

Næsti hádegisverður verður mánudaginn 28. nóvember.

Þá verður aðventu/jólamatur á borðum og verða þau sem vilja njóta matarins að tilkynna sig í síðasta lagi 23. nóvember á netfangið help@help.is


slg



Myndir með frétt

Kolbrún og Bent
Matur
  • Kærleiksþjónusta

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Sjálfboðaliðar

  • Söfnun

  • Hjálparstarf

Prestar í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra ásamt fyrirlesurum

Vorfundur presta í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra

26. apr. 2024
...síðasti prestafundur sr. Helgu Soffíu sem prófastur
Forsíðumynd-Sumardagurinn fyrst -skrúðganga á kirkjuplani.jpg - mynd

Sumardagurinn fyrsti í Bústaðakirkju

26. apr. 2024
...fjölsótt dagskrá í kirkjunni
Digraneskirkja

Laust starf

26. apr. 2024
...prests við Digranes- og Hjallaprestakall