Fólkið í kirkjunni

2. nóvember 2022

Fólkið í kirkjunni

Jenný Lind, Guðrún,Hallbjörg yngri og Hallbjörg eldri

Á Skagaströnd starfar öflugur kirkjukór undir stjórn organistans Hugrúnar Sifjar Hallgrímsdóttur.

Fólkið í kirkjukórnum er mjög trygglynt og ein af konunum í kórnum hefur sungið þar í tæp sjötíu ár, eða frá því að hún var 16 ára gömul.

Þetta er Guðrún Sigurðardóttir.

Það væri sjálfsagt ekki í frásögur færandi að fólk sýndi kirkjunni sinni trygglyndi ef ekki væri svo að bæði dóttir Guðrúnar, dótturdóttir og barnabarnabarn hennar syngja líka í kórnum.

Guðrún hefur eins og áður segir sungið í kórnum í tæp sjötíu ár, Hallbjörg Jónsdóttir, eldri í tuttugu og fimm ár, Jenný Lind Sigurjónsdóttir í sjö ár og Hallbjörg Jónsdóttir, yngri byrjaði í haust.


Kórinn heitir Kór Hólaneskirkju og starfar á Skagaströnd.

Í kórnum eru 28 meðlimir sem eru tæp 6% bæjarbúa, en meðal þeirra eru nokkrir meðlimir sem hafa sungið í tugi ára.

Hugrún Sif hefur stjórnað þeim undanfarin 18 ár.

Fréttaritari kirkjan.is hafði samband við Hugrúnu Sif og hafði hún þetta að segja:

“Ég held að fáir kórar hafi fjóra ættliði innanborðs og þaðan af síður manneskju sem hefur sungið hátt í 70 ár og skilað margföldu ævistarfi af samfélagsþjónustu og gefur hinum yngri ekkert eftir.

Svona fólk á auðvitað að fá fálkaorðu,”

segir Hugrún Sif létt í bragði en hún fékk meðal annars fimm ungar og kraftmiklar stelpur í kórinn í haust, sem hún er mjög þakklát fyrir.

slg


  • Leikmenn

  • Menning

  • Safnaðarstarf

  • Samfélag

  • Sjálfboðaliðar

  • Tónlist

  • Kirkjustarf

logo.png - mynd

Síðari umferð kosningar biskups Íslands

25. apr. 2024
...hefst 2. maí næstkomandi.
Ólafur Egilsson

Vinir Hjálparstarfsins fræðast um starfið

24. apr. 2024
...stilla saman strengi
Söngvahátíð 7.jpg - mynd

Söngvahátíð barnanna á Akureyri og í Reykjavík

23. apr. 2024
...börnin syngja í útvarpsmessu á sumardaginn fyrsta