Bjuggu til jólakort

12. desember 2022

Bjuggu til jólakort

Afrakstur af vinnu barnanna í fallega skreyttum krukkum á altari Kirkjuselsins-mynd sr.Kristín Þórunn Tómasdóttir

Jólaboðskapurinn felur það í sér að margir vija leggja þeim lið sem minna mega sín í samfélaginu.

Innanlandsaðstoð Hjálparstarfs kirkjunnar vinnur ötult starf á aðventu og Mæðrastyrksnefnd stendur fyrir afar umfangsmikilli jólaaðstoð.

En kirkjurnar víða um land eru margar hverjar með hjálparsjóði sem fólk getur leitað í allan ársins hring, þó að sjálfsögðu sé alltaf mest leitað í slíka sjóði fyrir jólin.

Slík aðstoð getur breytt öllu fyrir efnaminni fjölskyldur, en öll langar okkur að gleðja börnin á jólum og helst hafa veislumat á borðum.

 

Í Múlaþingi er starfræktur sjóður sem nefnist Jólasjóður Múlaþings og er hann þá eingöngu hugsaður til úthlutunar fyrir jól.

Jólasjóðurinn er samstarfsverkefni Rauða krossins, Þjóðkirkjunnar, AFLs starfsgreinafélags, Lionsklúbbanna á Héraði og á Seyðisfirði auk Múlaþings sjálfs en honum er ætlað að styrkja fjölskyldur og einstaklinga í Múlaþingi og á Vopnafirði sem búa við þröngan kost.

Nemendur í leikskólanum Hádegishöfða ásamt kennurum sínum komu í Kirkjuselið í Fellabæ nýlega og þau voru ekki tómhent.

Börnin í leikskólanum höfðu búið til sín eigin jólakort og selt foreldrum sínum.

Það var afrakstur þeirrar vinnu sem börnin höfðu með sér í Kirkjuselið í Fellabæ og afhentu sr. Kristínu Þórunni Tómasdóttur, presti í Egilsstaðaprestakalli.

Gáfu þau alla fjárhæðina í Jólasjóð Múlaþings.

 

slg




  • Heimsókn

  • Hjálparstarf

  • Kærleiksþjónusta

  • Menning

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Söfnun

  • Barnastarf

Krakkakór.jpg - mynd

Söngvahátíð barnanna í Hallgrímskirkju

02. maí 2024
...um 200 börn sungu
Anna Sigga, sr. Sigrún og Bylgja Dís

Sumarsöngvar í fangelsi

02. maí 2024
...frásögn fangaprests
Sr. Guðmundur og sr. Guðrún á kynningarfundi á Selfossi

Síðari umferð biskupskosninga hefst í dag

02. maí 2024
...lýkur 7. maí kl. 12:00