Fimm sóttu um

12. desember 2022

Fimm sóttu um

Gott samstarf

Biskup Íslands auglýsti nýlega eftir svæðisstjóra æskulýðsmála Kjalarness og Reykjavíkurprófastdæma eystra og vestra.

Helstu verkefni eru þau að svæðisstjóri hefur í umboði biskups og prófasta tilsjón með æskulýðsstarfi og heildaryfirsýn með verkefnisstjórum æskulýðsmála og æskulýðsleiðtogum sem starfa fyrir kirkjurnar á svæðinu.

Svæðisstjóri starfar með starfsfólki sem sér um æskulýðsstarf í sóknum, myndar tengsl á milli þeirra og veitir faglegan stuðning og ráðgjöf um æskulýðsmál og mönnun starfsins.

Svæðisstjóri hefur frumkvæði að stofnun safnaðarstarfs fyrir ungmenni í söfnuðum svæðisins á þeim stöðum sem það er ekki fyrir hendi.

Svæðisstjóri sér um skipulagningu æskulýðsmóta og annarra viðburða.

Svæðisstjóri sér um leiðtogaþjálfun.

Svæðisstjóri tekur þátt í gerð fræðsluefnis.

Svæðisstjóri kynnir sér stefnumörkun og samþykktir kirkjuþings s.s. fræðslustefnu Þjóðkirkjunnar varðandi kirkjulegt starf fyrir ungmenni og vinnur í samræmi við samþykktir héraðsnefndar.

Um er að ræða 100% starf.

Fimm sóttu um starfið og óskar einn nafnleyndar.

Hin eru Anna Elísabet Gestsdóttir, Kristján Ágúst Kjartansson, Kristný Rós Gústafsdóttir og Sólveig Katrín Jónsdóttir.

 


slg


  • Biskup

  • Fræðsla

  • Kirkjustarf

  • Safnaðarstarf

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Starf

  • Trúin

  • Æskulýðsmál

Krakkakór.jpg - mynd

Söngvahátíð barnanna í Hallgrímskirkju

02. maí 2024
...um 200 börn sungu
Anna Sigga, sr. Sigrún og Bylgja Dís

Sumarsöngvar í fangelsi

02. maí 2024
...frásögn fangaprests
Sr. Guðmundur og sr. Guðrún á kynningarfundi á Selfossi

Síðari umferð biskupskosninga hefst í dag

02. maí 2024
...lýkur 7. maí kl. 12:00