Ensku jólasöngvarnir í Seltjarnarneskirkju

15. desember 2022

Ensku jólasöngvarnir í Seltjarnarneskirkju

Seltjarnarneskirkja

Ensku jólasöngvarnir eða ,,Festival of Nine Lessons with Carols“ verða haldnir í Seltjarnarneskirkju fjórða sunnudag í aðventu þann 18. desember kl. 13:00.

Þessi hefð er meira en 100 ára gömul og hófst innan anglíkönsku kirkjunnar í King´s College í Cambridge.

Ensku jólasöngvarnir voru fyrst haldnir árið 1918 og hafa verið haldnir árlega víðs vegar um England, Bandaríkin og víðar.

Félagar úr Kammerkór Seltjarnarneskirkju munu syngja ensku jólasálmana og karlar og konur munu lesa ákveðna texta milli söngvanna bæði úr gamla og nýja testmentinu.

Forsetafrúin frú Eliza Reid mun lesa einn lesturinn og sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi les einnig einn lestur.

Friðrik Vignir Stefánsson verður við orgelið.

Sr. Bjarni Þór Bjarnason sóknarprestur í Seltjarnarneskirkju flytur bæn og blessun í lokin.

Reykjavíkurprófastsdæmi vestra greiðir tónlistarfólkinu fyrir vinnu sína og frú Carrin F. Patman bandaríski sendiherrann á Íslandi mun sjá um veitingar eftir athöfnina í safnaðarheimili kirkjunnar.



slg


  • Kirkjustarf

  • Menning

  • Safnaðarstarf

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Tónlist

  • Trúin

  • Alþjóðastarf

Krakkakór.jpg - mynd

Söngvahátíð barnanna í Hallgrímskirkju

02. maí 2024
...um 200 börn sungu
Anna Sigga, sr. Sigrún og Bylgja Dís

Sumarsöngvar í fangelsi

02. maí 2024
...frásögn fangaprests
Sr. Guðmundur og sr. Guðrún á kynningarfundi á Selfossi

Síðari umferð biskupskosninga hefst í dag

02. maí 2024
...lýkur 7. maí kl. 12:00