Pílagrímaganga „Heim að Hólum“

8. ágúst 2023

Pílagrímaganga „Heim að Hólum“

„Heim að Hólum“

Ganga yfir Heljardalsheiði í tengslum við Hólahátíð 2023.

Laugardaginn 12. ágúst mun sr. Þorgrímur Daníelsson leiða pílagrímagöngu frá Atlastöðum í Svarfaðardal yfir Heljardalsheiði Heim að Hólum. Boðið verður upp á sætaferðir frá Hólum að Atlastöðum um morguninn. Brottför frá Hólum kl. 8:00

Lagt verður af stað frá Atlasöðum kl. 10:00 Áætlaður göngutími yfir í Kolbeinsdal er 6 klst. Ráðgert er að koma niður að Kolku í Kolbeinsdal um kl. 16:00. Ferjað er yfir ána og í boði að fá akstur þaðan að Hólum. Þar er hægt að fara í sturtu og sund.
Kl. 18:00 er helgistund í Hóladómkirkju þar sem sérstaklega vel verður tekið á móti pílagrímum.

Kl. 19:00 býður Hólabiskup svo göngufólki öllu til kvöldverðar.

Á Hólum er hið ágætasta tjaldstæði og einnig ferðaþjónusta sem býður upp á gistingu í litlum íbúðum. Það getur verið mjög þægilegt að gista eina eða tvær nætur á Hólum. Hin leiðin er að láta aka sér að Atlastöðum og láta sækja sig að Hólum.
Þau sem hyggjast koma með eru beðin um að láta mig vita og skrá þátttöku í síma 893-1804 ekki seinna en kl. 20:00 á fimmtudagskvöld.

  • Viðburður

  • Vígslubiskup

  • Samfélag

Prestar í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra ásamt fyrirlesurum

Vorfundur presta í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra

26. apr. 2024
...síðasti prestafundur sr. Helgu Soffíu sem prófastur
Forsíðumynd-Sumardagurinn fyrst -skrúðganga á kirkjuplani.jpg - mynd

Sumardagurinn fyrsti í Fossvoginum

26. apr. 2024
...fjölsótt dagskrá í kirkjunni
Digraneskirkja

Laust starf

26. apr. 2024
...prests við Digranes- og Hjallaprestakall